Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Miklum vandkvæðum háð að fá þýsku- og frönskumælandi leiðsögumenn
Gamalt og gott 22. maí 2014

Miklum vandkvæðum háð að fá þýsku- og frönskumælandi leiðsögumenn

Höfundur: Sigurdór Sigurdórsson

Í Bændablaðinu árið 2008 er rætt við Arinbjörn Jóhannsson, bónda í Brekkulæk í Miðfirði, sem rekur þar ferðaþjónustu. 

Hann býður upp á bæði hestaferðir og gönguferðir. Hann segist vera í stökustu vandræðum með að fá þýskumælandi leiðsögumenn og segir aðra ferðaþjónustubændur einnig vera í vandræðum með að fá þýsku- og  frönskumælandi leiðsögumenn. Arinbjörn segir, að eftirspurnin sé mest eftir fólki sem tali þessi tvö tungumál og þekki Ísland vel. Þótt einhverjir gestanna kunni hrafl í ensku gangi ekki að vera bara með enskumælandi leiðsögumenn og sjálfur hafi hann alltaf gefið sig út fyrir að bjóða þýskumælandi leiðsögumenn.

Enskan ein

Arinbjörn segist hafa sett sig í samband við leiðsögumannaskólann, þar sem m.a. er kennd svokölluð gönguleiðsögn, en þar sé enga þýskumælandi manneskju að fá. Fólk kemst í gegnum skólann þótt það kunni bara ensku, auk íslenskunnar, og það er nóg af enskumælandi leiðsögumönnum. Hjá þessum hópum eru þýska og franska aðal tungumálin.


„Þeir sem fara héðan frá mér í lengri gönguferðirnar eru einkum Þjóðverjar, Hollendingar, Frakkar, Svisslendingar og Austurríkismenn,“ segir Arinbjörn.

Hann segir ekki til neins að leita til Þýskalands eftir leiðsögumönnum, því enda þótt þeir tali málið reiprennandi viti þeir ekkert um Ísland og rati ekki einu sinni leiðina, sem farin er. Arinbjörn segist frekar munu aflýsa ferðunum en vera með erlenda leiðsögumenn, sem ekki þekki landið.

Margir kvarta

Hann segir hafa sloppið nokkuð vel undanfarin ár, en svo hafi kvarnast úr hópnum þannig að hann hafi ekki lent í erfiðleikum með að fá leiðsögumenn fyrr en nú. Hann segist aftur á móti hafa heyrt ferðabændur kvarta yfir skorti á leiðsögumönnum undanfarin ár. Arinbjörn segist enn ekki hafa auglýst eftir leiðsögumönnum, en hafa talað við alla þá, sem hugsanlega gætu útvegað  útivistarfólk til leiðsögumannastarfa.

„Ef ekki rætist úr þessu hjá mér sé ég fram á að þurfa að aflýsa einhverjum ferðum í sumar,“ segir Arinbjörn Jóhannsson.
 

Verðlaunagripir á kúasýningu
Gamalt og gott 5. apríl 2024

Verðlaunagripir á kúasýningu

Þann 31. ágúst 2002 var haldin kúasýningin Kýr 2002 í Ölfushöllinni. Þan...

Páskaeggjaframleiðslan á fullu
Gamalt og gott 28. mars 2024

Páskaeggjaframleiðslan á fullu

Árið 1979 voru framleidd tæplega fjögur hundruð þúsund páskaegg hérlendis, Íslen...

Mjólkurpóstur á Laugavegi
Gamalt og gott 22. janúar 2024

Mjólkurpóstur á Laugavegi

Mjólkurpóstur á Laugavegi í Reykjavík er myndin titluð og er frá árinu 1949. Þjó...

Heyflutningar
Gamalt og gott 12. desember 2023

Heyflutningar

Í mars það herrans ár 1966 stóðu pallbílar, fullfermdir af heyi við Bændahöllina...

Ullarflíkur frá Álafossi
Gamalt og gott 28. nóvember 2023

Ullarflíkur frá Álafossi

Hér sjást ullarflíkur frá Álafossi. Mynd tekin fyrir búnaðarblaðið Frey árið 198...

Kornskurður á Búlandi
Gamalt og gott 15. nóvember 2023

Kornskurður á Búlandi

Kornskurður á Búlandi í Austur-Landeyjum haustið 1981. Mynd sem birtist í þriðja...

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917
Gamalt og gott 31. október 2023

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917

MR búðin, Mjólkurfélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917 og hefur selt í gegnum...

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“
Gamalt og gott 17. október 2023

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“

Mynd úr safni Bændasamtakanna. Með henni fylgir vélritaður miði sem á stendur: „...