Nokkur orð um slæma markaðsstöðu sauðfjárafurða í byrjun árs 2003
Í byrjun árs 2003 ritaði Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri stóra grein í Bændablaðið sem hann kallaði Nokkur orð um sauðfjárrækt og markað. Tilefnið var, eins og segir í inngangi greinarinnar, „íslenski kjötmarkaðurinn er í uppnámi.“
„Fram til þessa hefur framleiðsla kindakjöts í hvað mestum mæli mótað dreifbýli landsins. Lesendur þekkja markaðsstöðuna svo að óþarft er að tíunda hana hér. Að óbreyttu ber hún það í sér að byggð mun víða skreppa saman og jafnvel leggjast af,“ sagði Bjarni. Tíundaði hann sjö atriði sem taka þyrfti til endurskoðunar svo snú mætti við þróuninni.
Skoða má þessa grein, sem er í fyrsta tölublaði ársins 2003, á vefnum Tímarit.is í gegnum tengilinn hér að neðan: