Nýjar reglur um matvælamerkingar tóku gildi fyrir fimm árum
Nýjar reglur um matvælamerkingar tóku gildi fyrir fimm árum, nánar tiltekið 19. janúar 2015. Um nokkuð róttækar breytingar var að ræða þar sem meðal annars var orðið skylt að merka allt kjöt með upprunalandi, bæði ferskt og frosið. Áður þurfti einungis að merkja nautakjöt með upprunalandi.
Markmið reglugerðarinnar var að tryggja öflugri neytendavernd í tengslum við matvælaupplýsingar. Reglugerðin gerir kröfu um skýrari, ítarlegri og nákvæmari upplýsingar um innihald matvæla. Hún gildir á öllum stigum matvælaferilsins þegar starfsemi varðar miðlun matvælaupplýsinga til neytenda. Hún gildir um öll matvæli sem ætluð eru neytendum.
Sjá nánar á blaðsíðu 16 í 2. tölublaði Bændablaðsins árið 2015.