Repjuakurinn á Þorvaldseyri 2009
Í 11. tölublaði árið 2009 var á forsíðu falleg mynd frá Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Ólafur Eggertsson, kúa- og kornbóndi, stóð þar í fallegum repjuakri í fullum blóma.
Í texta með myndinni kemur fram að Ólafur og hans bú sé þátttakandi í verkefni á vegum Siglingastofnunar og Landbúnaðarháskóla Íslands sem miðaði að því að framleiða eldsneyti úr pressuðum repju- og nepjufræjum.
Tilraunin á Þorvaldseyri þetta sumar tókst vel. Ætlunin var að nota olíuna úr fræjunum til að knýja vélbúnað sem Siglingastofnun ætlaði að hanna og setja upp á Þorvaldseyri. Ólafur hefur svo notað repjuolíu á sína dráttavél allar götur síðan.