Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Falleg stroffhúfa
Hannyrðahornið 11. janúar 2021

Falleg stroffhúfa

Höfundur: Hannyrðahornið

Fljótprjónuð húfa / hipsterhúfa í stroffprjóni úr DROPS Air. Þétt og góð í kuldanum. 

DROPS Design: Mynstur ai-335

Stærðir: S/M (L/XL)

Höfuðmál ca: 54/56 (56/58) cm.

Garn: DROPS AIR (fæst í Handverkskúnst): 100 (100) g 

Prjónfesta: 20 lykkjur x 27 umferðir í sléttu prjóni = 10x10 cm

Prjónar: Sokka – og hringprjónn 40 cm,nr 3,5 eða sú stærð sem þarf til að prjónfesta passi.

HÚFA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:

Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp. Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörfum.

HÚFA:

Fitjið upp 108 (120) lykkjur á hringprjón 3,5 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið.

Prjónið stroffprjón hringinn með 1 lykkju slétt og 1 lykkju brugðið. Prjónið þar til stykkið mælist 27 (29) cm, nú eru eftir ca 7 cm til loka máls.

Prjónið nú A.1 (= 12 lykkjur) alls 9 (10) sinnum í umferð. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 18 (20) lykkjur í umferð. Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman út umferðina = 9 (10) lykkjur.

Klippið þráðinn frá, þræðið í gegnum síðustu lykkjurnar. Herðið að og festið vel.

Húfan mælist ca 34 (36) cm alls. Brjótið uppá kantinn 10 cm að réttu.

Prjónakveðja,

mæðgurnar í Handverkskúnst

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...