Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hekluð tuska
Hannyrðahornið 18. janúar 2016

Hekluð tuska

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir
Tuskuæðið sem hefur verið í gangi síðustu mánuði hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum heklurum eða prjónurum. 
 
Margir segja að heklaðar/prjón­aðar tuskur séu þær allra bestu. Svo verður bara miklu skemmtilegra að þurrka af með fallegri tusku. Ég hef heklað nokkrar tuskur sjálf, mér líkar hversu einfalt það er að skella verkefninu í töskuna og grípa í þegar ég er á kaffihúsi eða í heimsókn. 
 
Garn:  Cotton 8 eða Sunkissed, 1 dokka dugar í rúmlega eina tusku.
 
Heklunál: 3 mm.
 
Stærð: Tuskurnar mínar eru ca 25 x 25 cm að stærð.
Skammstafanir:
sl. = sleppa, L = lykkja, LL = loftlykkja, FP = fasta­pinni, ST = stuðull, LL-BIL = loftlykkjubil.
Fitjið upp margfeldið af 3.
(Sem þýðir að fitjað er upp 3, 6, 9, 12 ... lykkjur þar til æskilegri lengd er náð)
 
1. umf: Heklið 1 FP í 3. LL frá nálinni, 1 LL, 1 ST í sömu lykkju og FP, sl. 2 LL, *[1 FP, 1 LL, 1 ST] í næstu lykkju, sl. 2 LL*, endurtakið frá * að *  þar til 3 lykkjur eru eftir, sl. 2 LL, 1 FP í síðustu lykkjuna. Snúið við.
 
2. umf: Heklið 1 LL, *[1 FP, 1 LL, 1 ST] í LL-BIL fyrri umf*, endurtakið frá * að *  út umf, lokið umf með fp í  síðustu LL fyrri umf. Snúið við.
 
Endurtakið 2. umferð þar til stykkið er orðið nógu langt.
 
Góða skemmtun!
Elín Guðrúnardóttir, Handverkskúnst, www.garn.is .

2 myndir:

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.