Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Litlar jóladúllur
Hannyrðahornið 21. desember 2015

Litlar jóladúllur

Garn:  Scheepjes Maxi frá Garn.is
Heklunál: 2 mm
Skammstafanir:
LL – loftlykkja, LLbogi – loftlykkjubogi, KL – keðjulykkja, FP – fastapinni, HST – hálfstuðull, ST – stuðull, sl. - sleppa
Fitjið upp 10 LL eða gerið töfralykkju
1. umf: Heklið 3 LL (telst sem ST), 23 ST í hringinn.
2. umf: Heklið 9 LL (telst sem ST og 6 LL), [ST í næstu 4 ST, 6 LL] x 5, ST í síðustu 3 ST, lokið umf með KL í 3ju LL af þeim níu sem heklaðar voru í byrjun umf. 
3. umf: Heklið KL yfir í næstu LL, 3 LL (telst sem ST), 10 ST í sama LLboga, [11 ST í næsta LLboga] x 5, lokið umf með KL í 3ju LL af þeim þrem sem heklaðar voru i byrjun umf.
Hér eftir er eingöngu heklað í aftari lykkju stuðlanna.
4. umf: Heklið KL yfir í næsta ST, 3 LL (telst sem ST), ST í næstu 8 ST, 2 LL [sl. 2 ST, ST í næstu 9 ST, 2 LL] x 5, lokið umf með KL í 3ju LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun umf.
5. umf: Heklið KL yfir í næsta ST, 3 LL (telst sem ST), ST í næstu 6 ST, 4 LL, FP í LLboga, 4 LL, sl. ST, [ST í næstu 7 ST, 4 LL, FP í LLboga, 4 LL, sl. 1 ST] x 5, lokið umf með KL í 3ju LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun umf.
6. umf: Heklið KL yfir í næsta ST, 3 LL (telst sem ST), ST í næstu 4 ST, 4 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LL boga, 4 LL, sl. ST, [ST í næstu 5 ST, 4 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LLboga, 4 LL, sl. ST] x 5, lokið umf með KL í 3ju LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun umf.
7. umf: Heklið KL yfir í næsta ST, 3 LL (telst sem ST), ST í næstu 2 ST, [4 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LLboga, 4 LL, sl. ST, ST í næstu 3 ST] x 5, 4 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LLboga, 5 LL, FP í LL boga, lokið umf með 1 LL, ST í 3ju LL af þeim þrem sem gerðar voru í byrjun.
8. umf: Heklið FP utan um ST sem var gerður til að loka fyrri umf, [5 LL, FP í næsta LLboga] endurtakið út umf, lokuð umf með KL í fyrsta FP umf.
9. umf: Heklið FP, HST, ST, LL, ST, HST, FP í hvern LLboga umf, lokið umf með kl í fyrsta FP umf.
Þessi uppskrift er í boði Handverkskúnstar, www.garn.is.
 
Heklkveðja,
Elín Guðrúnardóttir.
 

4 myndir:

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL