Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hrútahlaupið vakti lukku áhorfenda en eigendurnir fylgdu fast á hælana á sínum hrútum til að hasta þeim áfram að endalínunni.
Hrútahlaupið vakti lukku áhorfenda en eigendurnir fylgdu fast á hælana á sínum hrútum til að hasta þeim áfram að endalínunni.
Mynd / Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Líf&Starf 16. október 2015

Hrútaþukl á Raufarhöfn

Höfundur: Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Hinn árlegi Hrútadagur var haldinn með myndarbrag laugardaginn 3. október í Faxahöll við Raufarhöfn. 
 
Þar var margt um manninn, hrútar voru þuklaðir og seldir, auk þess sem ýmislegt var til gamans gert. Gísli Einarsson, verðlaunahrútur frá RÚV, stjórnaði samkomunni.
 
Norður-Þingeyjarsýsla er riðulaust svæði og hefur því sala á lífgimbrum og lambhrútum jafnan verið mikil af svæðinu. Hrútadagurinn er aðeins partur af allri sölunni sem fram fer en þar tefla bændur á svæðinu fram sínum bestu lambhrútum til sölu. Öllum er frjálst að bjóða í hrútana og ef fleiri en einn skrá sig sem kaupendur að sama hrútinum fer hann á uppboð. 
 
Sölumetið var ekki slegið á uppboðinu í ár en það mun vera hátt á annað hundrað þúsund. 
 
Félagar í Kótellettufélaginu létu sig ekki vanta og veittu verðulaun fyrir kótellettuhrút ársins, sem Eggert Stefánsson bóndi í Laxárdal í Þistilfirði átti. 
 
Þá var einnig hrútahlaup en það var hrútur frá Ágústi Marinó Ágústssyni bónda á Sauðanesi á Langanesi sem kom fyrstur í mark. 
 
Ein sú vitlausasta aðferð…
 
Það var ekki bara keppt um að eiga bestu hrútana heldur var keppt í stígvélakasti. Gísli Einarsson sagði að þetta væri nú ein sú vitlausasta aðferð sem hann hefði séð í stígvélakasti en keppandinn þarf að sveifla stígvélinu í gegnum klof sér, og ná sveiflu yfir bakið og fram. Það getur verið ansi snúið og æði mörg stígvél fóru beint aftur og máttu áhorfendur vara sig á fljúgandi stígvéli. Ragnar Skúlason bóndi á Ytra-Álandi í Þistilfirði átti lengsta kastið, 12 metra, en óljóst er hvort hann hafi stundað æfingar heimafyrir þar sem þetta var hans eigið stígvél sem notað var til keppninnar.
 
Dagurinn endaði á skemmtikvöldi en þar voru afhent verðlaun fyrir afurðahæstu ána, sem er í eigu Einars Guðmundar Þorlákssonar og Aldísar Gunnarsdóttur á Svalbarði í Þistilfirði. 
 
Þá voru þar einnig hagyrðingar, misjafnlega siðprúðir að vanda og kvöldið endaði að sjálfsögðu með dunandi dansi fram á nótt. 

12 myndir:

Skylt efni: Hrútaþukl

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...