Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Leikfélagið er ríkt af hæfileikaríku fólki sem heldur uppi stuðinu á sviði. Þarna má sjá Ronju reka upp vorópið sitt!
Leikfélagið er ríkt af hæfileikaríku fólki sem heldur uppi stuðinu á sviði. Þarna má sjá Ronju reka upp vorópið sitt!
Líf&Starf 11. nóvember 2021

Leikfélag Sauðárkróks sýnir Ronju ræningjadóttur

Leikfélag Sauðárkróks var upphaflega stofnað 13. apríl árið 1888, lagt niður tæpum tuttugu árum síðar og svo endurstofnað þónokkru síðar. Eins og fram kemur í dagblaðinu Degi árið 1935, hefur leikfélagið sett upp verkið „Hveitibrauðsdagar“ eftir Björnst Björnson, í leikstjórn Magnúsar Jóhannssonar læknis og mikils áhugamanns leiklistar. Það hlaut „ágæta dóma“ og leikendur „búnir til leiks af alúð og nákvæmni“.

Formlega var svo leikfélag Sauðárkróks skráð til starfa árið 1941 og fagnar því 80 árum í ár. Haldið var upp á afmælið síðastliðið vor með heimsfrumsýningu leikritsins „Á frívaktinni“ eftir Pétur Guðjónsson og nú með seinni sýningu ársins heldur afmælisgleðin áfram. Leikfélagið, sem er ríkt af hæfileikaríku fólki og eitt virkasta áhugamannafélag landsins, setur að jafnaði upp tvær sýningar árlega, en seinni sýning ársins er verkið um hana Ronju Ræningjadóttur sem flestir landsmenn kannast við.

Alls 24 leikarar taka þátt í þeirri uppfærslu og ganga í hvorki meira né minna en 33 hlutverk. Alls koma um 60 manns að sýningunni enda viðamikil bæði innan sviðs sem utan. Ronja er skemmtilegt og fallegt leikrit sem hentar öllum aldri, en gott er að undirbúa yngstu leikhúsgestina örlítið þar sem koma meðal annars nornir og grádvergar við sögu og geta valdið því að fólki bregði! Frumsýnt verður 5. nóvember, sýningartíma má sjá í dálki hér til hliðar en miðapantanir eru í síma 8499434.

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...