Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hildur María Hilmarsdóttir og Böðvar Þór Unnarsson nutu sín vel á sviðinu.
Hildur María Hilmarsdóttir og Böðvar Þór Unnarsson nutu sín vel á sviðinu.
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf. Biskupstungna var frumsýndur þann 25.mars sl. en þar kynntust áhorfendur eiganda gullfiskabúðar, honum Pétri sem áætlar að láta sig hverfa að næturlagi með fúlgur illa fengins fjár. Sú áætlun gengur þó ekki sem skyldi vegna þess að synir hans uppkomnir, ákveða að kíkja í heimsókn til hans á örlagatíma auk þess sem hinar ýmsu persónur flækjast í málið.

Blaðamaður var boðinn á þessa fyrstu sýningu sem kitlaði hláturtaugarnar sannarlega og má ekki annað segja en að leikararnir hafi allir saman átt stórleik. Þau Hildur María Hilmarsdóttir og Böðvar Þór Unnarsson blómstruðu í hlutverkum Binna og Öldu, Aðalheiður Helgadóttir kom inn á sviðið eins og eldibrandur í hlutverki Stínu og parið Dóri og Eyvi ( Sindri Mjölnir Magnússon og Þórarinn Valgeirsson) voru uppspretta mikils hláturs fyrir túlkun sína.

Leikmynd var fagurlega uppsett, allt frá litavali veggjanna til snúrusíma húseigenda, og mætti reyndar segja að símsvarinn hafi sýnt stórleik og persónulegan þátt í skemmtanagildi sýningarinnar sem fyrir var þó fyllt upp í topp.

Bráðfyndið og lifandi leikrit sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara og greinilega mikil ánægja í gangi hjá áhorfendum sem fylltu salinn.

Miðasala er á tix og við innganginn en hér má næstu sýningar sem áætlaðar eru, en stefnan er sett á 12 sýningar alls.
2. sýning 27. mars Kl 17
3. sýning 30. mars Kl. 20
4. sýning 1. apríl kl. 20
5. sýning 2. apríl kl. 20
6. sýning 3. apríl kl. 17

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....