Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mynd: Ágúst Atlason / vefsíða bandalagsins
Mynd: Ágúst Atlason / vefsíða bandalagsins
Mynd / Ágúst Atlason
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gunnar Gunnsteinsson, í leikstjórn höfundar á Sólrisuhátíð skólans 11. mars í Edinborgarhúsinu. 

Í mars er hefð menntaskólans að halda lista- og menningarviku í umsjá nemenda, en hefur hún verið haldin árlega síðan 1975. Sérstök Sólrisunefnd sér um að skipuleggja viðburðina og mikill metnaður er lagður í þá. Á meðan á hátíðinni stendur má geta þess, að meðal annars er rekið útvarpið MÍ-flugan. (mixlr.com/flugan-2020/

Á Sólrisu eru ýmsar uppákomur alla vikuna en hæst ber uppfærsla leikhóps MÍ sem frumsýnir leikrit í fullri lengd, en það hefur verið árviss viðburður frá árinu 1993.

Verkið „Ekki um ykkur” fjallar um vinahóp sem hittist út á landi í jarðarför eins æskufélaga þeirra – þó lítið sem ekkert samband hafi verið á síðan á unglingsárunum. Að jarðarför lokinni ákveða þau þó að skella sér saman í sumarbústað til að rifja upp gamla tíma en í verkinu er hoppað á milli tveggja tímaskeiða þar sem áhorfendur kynnast hópnum bæði í fortíð og nútíð. Hver kyssti hvern, hver var skotinn í hverjum og svo framvegis.

Alls eru um 20 leikarar í sýningunni, allir nemendur í Menntaskóla Ísafjarðar. Góð aðsókn hefur verið á sýningar en nú fer hver að verða síðastur því sýningum lýkur 19. mars.

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....