Gersemar sendar til varðveislu
Guðrún Birna Brynjarsdóttir, verkefnisstjóri yfir tiltekt í geymslum Bændasamtakanna í kjallara Hótel Sögu, hefur unnið hörðum höndum síðan í maí að flokka og taka til í gömlum gögnum, margt af því frá tíma Búnaðarfélags Íslands. Á dögunum fór síðan stór farmur til varðveislu á Þjóðskalasafn Íslands, níu bretti með gögnum sem spanna um 100 ára sögu. Mest var af nautgripaskýrslum úr gömlu skjalasafni Búnaðarfélags Íslands en einnig fór heill kortaskápur og skjalakassar með uppdráttum frá Byggingaþjónustu landbúnaðarins til varðveislu á Þjóðskjalasafnið.