Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Radísurnar eru stórar, fallegar og bragðgóðar hjá Guðmundi og Guðnýju og eru þau einu íslensku framleiðendurnir sem selja þær í verslanir undir merkjum Sölufélags garðyrkjubænda.
Radísurnar eru stórar, fallegar og bragðgóðar hjá Guðmundi og Guðnýju og eru þau einu íslensku framleiðendurnir sem selja þær í verslanir undir merkjum Sölufélags garðyrkjubænda.
Líf og starf 17. ágúst 2021

Hasla sér völl með radísum og grænu góðgæti

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Guðmundur Karl Eiríksson og Guðný Helga Lárusdóttir eru búsett í Reykjavík en hófu tilraunaræktun í fyrra með útiræktun á gulrótum á jörð bróður og mágkonu Guðmundar að Birtingaholti í Hrunamannahreppi.

Guðmundur Karl Eiríksson og Guðný Helga Lárusdóttir eru búsett í Reykjavík en hófu tilraunaræktun í fyrra á hálfum hektara með útiræktun í Birtingaholti í Hrunamannahreppi. Nú rækta þau gulrætur, blómkál og radísur.

Það gekk svo vel að þau ákváðu að þróa ræktunina enn frekar og bæta í. Nú selja þau íslenskar radísur, gulrætur og blómkál í verslunum undir merkjum Sölufélags garðyrkjumanna. Guð- mundur og Guðný Helga eru einu framleiðendur landsins á radísum sem fara á almennan markað og eru full bjartsýni að halda áfram og þróa enn frekar ræktun garðyrkjuafurða. Guðmundur er menntaður söngvari frá Ítalíu og starfar hjá Í einum grænum en Guðný Helga er hagfræðingur sem starfar í eignastýringu fagfjárfesta hjá Arion banka.

„Þegar við byrjuðum með radísurnar var okkur sagt að erfitt gæti verið að rækta þær en okkur hefur tekist það með ágætis árangri. Við ákváðum að nota umbúðir sem eru umhverfisvænni en ella og erum mjög ánægð með þá ákvörðun. Sprettutíminn á radísunum er bara fimm vikur og þær eru stórar og fínar hjá okkur. Við vorum vöruð við því að þær gætu orðið holar að innan en við höfum ekki tekið eftir því,“ útskýrir Guðmundur en nú nýta þau um hálfan hektara undir ræktunina. „Ástæða þess að okkur langaði að prófa ræktun á radísum er sú að við höfðum ekki tekið eftir íslenskum radísum á almennum markaði, auk þess eru þær næringarríkar og nýtast vel í matargerð,“ bætir Guðný Helga við.

Fjárfesta í tækjum og tólum

Þau eru full bjartsýni að uppskeran verði góð en nú þegar eru þau búin að taka upp rúm 200 kíló af radísum.

„Við tókum upp með höndunum í fyrra og það var mikil stemning í kringum það, eins og nokkurs konar vertíð. Fjölskylda okkar tók virkan þátt og nutu þess allir að vera undir berum himni í gulrótagarðinum. Ég á góðar minningar frá bernskuárum mínum í tengslum við haustuppskeru. Föðuramma mín var með græna fingur og þegar ég kom í heimsókn til hennar á haustin bauð hún alltaf upp á nýuppteknar gulrætur og radísur ásamt öðru fersku grænmeti.

Guðmundur er ættaður úr Birtingaholti og þekkir því umhverfið vel. Við erum einnig heppin með það að fjölskylda hans er hér allt í kring, bróðir hans og mágkona eru bændur í Birtingaholti og foreldrar hans eru garðyrkjubændur í Silfurtúni á Flúðum.

Við höfum fengið góða hjálp frá þeim og ráðleggingar sem og lán á tækjum. Annars ætlum við að fjárfesta núna í tækjum og tólum til að auðvelda okkur sáningu og uppskeru. Þannig að við stefnum ótrauð á að halda áfram og síðan verður tíminn að leiða í ljós hvernig þetta þróast allt saman,“ segir Guðný Helga brosandi.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...