Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Lundi
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Hann er að öllu leyti farfugl og dvelur hér við land yfir sumarið og út ágúst eða þegar ungatíma lýkur. Þá hverfur hann langt út á Norður-Atlantshaf og sést lítið við land aftur fyrr en í apríl. Lundinn er afar félagslyndur og verpur í holum í stórum byggðum á grösugum eyjum, höfðum og brekkum. Lundinn verpir einungis einu eggi og má segja að varp og ungatíminn sé fremur seinlegt. Fyrstu fuglarnir byrja að verpa í seinni hlutanum í maí og liggur fuglinn á í um 40 daga. Þá tekur við ungatíminn sem getur varað frá 35–55 dögum. Það er því ekki fyrr en síðsumars sem unginn (pysjan) yfirgefur holuna. Lundinn er nokkuð langlífur fugl, talið er að meðalaldur lunda sé á bilinu 20–25 ár en elsti lundinn sem vitað er um var 38 ára gamall og var merktur af Óskari J. Sigurðssyni, vitaverði á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Þeir eru afar hraðfleygir og geta náð yfir 80 km hraða á klukkustund á flugi. Hann stendur uppréttur á landi, er því nokkuð fimur á fæti. Svo er ekki nóg með að hann sé góður sundfugl heldur getur hann líka kafað niður á allt að því 60 metra dýpi þar sem hann leitar sér að æti. Það er því óhætt að segja að lundar hafi góða aðlögunarhæfni í að koma sér á milli staða hvort sem það er í lofti, á láði eða í legi.

Skylt efni: fuglinn

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...