Hafragrautur og hnetubrauð
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Margir slá á „blundhnappinn“ á morgnana of oft, morgunmaturinn verður þá ekki eins skipulagður og hollur og hann ætti að vera. Haframjölsbollar eru ekki ný uppfinning en oft eru þeir sem seldir eru í búðum bættir með sykri og öðrum efnum. Þessir eru fullkomlega aðlagaðir að smekk hvers og eins.
Hugmyndin að baki skjótum haframjölsbollum er einföld: Setjið haframjöl, þykkingarefni (fínt haframjöl) og uppáhaldsáleggið ykkar í krukku sem bíður bara eftir heitu vatni þegar þið eruð tilbúin að borða.
Geymið tilbúna haframjölsbollana á köldum, dimmum stað, eins og í búri, í allt að þrjá mánuði.
Þegar þið eruð tilbúin að borða þá eru tvær leiðir til að elda haframjölið. Fyrsti valkosturinn er að bæta 1/2 bolla (eða meira) af sjóðandi vatni í krukkuna, hræra, hylja og láta sitja í fimm mínútur. Hafrarnir og haframjölið munu gleypa vatnið og verða að fullkomlega rjómalöguðum bolla af höfrum (gott er að hita aðeins aftur í örbylgjuofni). Önnur aðferðin er að bæta við 1/2 bolla (eða meira ef þið viljið þynnri haframjöl) af köldu vatni í krukkuna og setjið hana í örbylgjuofn í þrjár mínútur og fjarlægið þá krukkuna úr örbylgjuofninum, setjið lokið á og látið standa í tvær mínútur.
Hafra- og fræbollar
- 5 bollar gamaldags haframjöl, má setja hluta tröllahafra
- 1/2 msk. kókos sykur, hunang eða döðlur (fyrir smá sætu)
- 1 tsk. kanillduft
- 1/2 tsk. salt
Valfrjáls viðbót
(ofan á hvern bolla):
- 1/3 bolli þurrkaðir ávextir, svo sem rúsínur, saxað epli, kirsuber eða jarðarber
- 1/4 bolli kókoshnetuflögur
- 1/4 bolli saxaðar hnetur
- 2 msk. lítill súkkulaði-múslí eða hnetusmjör
- Gott er að bæta kaldri mjólk, banana og ferskum eða frosnum berjum á toppinn
Vinnið saman 1 bolla af höfrunum í haframjöl. Setjið bolla af höfrunum í matvinnsluvél, eða litla kryddkvörn og „púlsið“ þetta saman í fínt haframjöl, þetta mun hjálpa til við að gera grautinn þykkan og gera haframjölið kremkennt. Flytjið yfir í stóra skál.
Blandið saman höfrum, haframjöli, sætuefni að eigin vali, kanil og salti í stóra skál. Skiptið hafrablöndunni niður í skammta sem nema um hálfum bolla í átta krukkur eða önnur lokuð ílát eins og einnota kaffibolla. Bætið hvaða sælkerahráefni sem er ofan á hverja krukku.
Lokið og geymið. Hyljið krukkurnar og geymið við stofuhita þar til þær eru tilbúnar til notkunar.
Þegar á að njóta, bætið hálfum bolla af sjóðandi vatni í hvert ílát. Hrærið til að blanda vel saman, hyljið aftur og látið sitja í fimm mínútur eða í eina mínútu í örbylgjuofni.
Leiðbeiningar um eldun eingöngu í örbylgjuofni:
Einnig er hægt að bæta við köldu vatni og sjóða í örbylgjuofni í eina mínútu. Látið sitja í tvær mínútur og njótið.
Girnilegt og gott hnetubrauð
- 3 egg
- 300 g ósöltuð hnetublanda, fæst til dæmis í Costco ( hakkið helminginn í matvinnsluvél)
- 300 g fræblanda og þurrkaðir ávextir, eins og trönuber eða apríkósur
- 2 tsk. flögusalt
- 0,5 dl bráðið smjör ef vegan er gott að nota ólífuolíu
Aðferð
Stillið ofninn á 175 °C.
Hakkið gróft helminginn af hnetublöndunni, setjið í skál.
Blandið saman öllum hnetum og fræjum ásamt hökkuðum hnetum í skál.
Bræðið smjörið og setjið út í.
Bætið eggjunum út í og hrærið vel saman.
Gott er að setja smjörpappír í formið, smyrjið samt með smá olíu, setjið deigið varlega ofan í, sléttið og jafnið toppinn, setjið í ofninn og bakið í 45 mínútur.
Látið kólna aðeins á grind áður en það er borðað.
Japanskt mjólkurbrauð
Hokkaido-mjólkurbrauð er ótrúlega mjúkt og loftmikið, þökk sé einfaldri tækni sem felur í sér hveitijafnings-„startara“, sem heitir tangzhong. Hveitijafningi er blandað saman í lokaútgáfu deigsins og framkallar það dásamlega mjúkt brauð.
Tangzhong (fordeig eða hveiti-jafningur)
- 3 msk. (43 g) vatn
- 3 msk. (43 g) nýmjólk
- 2 msk. (14 g) gott brauðhveiti
Deigið
- 2 1/2 bollar (298 g) hveiti
- 2 msk. (18 g) mjólkurduft eða 2 mat- skeiðar (11g) þurrmjólk
- 1/4 bolli (50 g) sykur
- 1 tsk. salt
- 1 msk. þurrger
- 1/2 bolli (113 g) nýmjólk
- 1 stórt egg
- 1/4 bolli (4 msk., 60 g) brætt ósaltað smjör
Til að búa til tangzhong: Sameinið öll innihaldsefnin í litlum potti og þeytið þar til engir kekkir eru eftir.
Setjið pottinn á lágan hita og eldið blönduna, þeytið stöðugt, þar til hún er þykk og skán myndast á botni pönnunnar, í um þrjár til fimm mínútur.
Flytjið tangzhong yfir í litla blöndunarskál eða mælibikar og látið það kólna niður að stofuhita.
Til að búa til deigið: Blandið tangzhong saman við hráefnið (deigið) sem eftir er, blandið síðan saman og hnoðið saman – með hendi eða hrærivél – þar til það er slétt og teygjanlegt.
Mótið deigið í kúlu og látið það hvíla í létt smurðri skál í 60 til 90 mínútur, þar til það er orðið loftkennt en ekki endilega tvöfaldað í stærð.
Losið deigið varlega úr skálinni og skiptið því í fjóra til átta jafna hluta og mótið hvert stykki í kúlu.
Setjjið kúlurnar í létt smurt form eða pönnu. Breiðið yfir pönnuna og látið brauðið hvíla í 40 til 50 mínútur, þar til það er orðið aðeins loftkennt.
Hitið ofninn í 180 gráður. Penslið brauðið með mjólk eða eggjablandi (1 stórt egg slegið með 1 msk. köldu vatni) og bakið í 25 til 30 mínútur, þar til það er orðið gullbrúnt ofan á og mælið með hitamæli, miðjan ætti að vera að minnsta kosti 90 gráður.
Takið brauðið úr ofninum. Leyfið því að kólna í minnst 10 mínútur.
Ábending:
Þetta mjúka deig er líka nothæft í fallega steikta kleinuhringi eða kanilsnúða.