Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Núðlu- og kúrbítspitsur – og haustsalat
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 21. ágúst 2020

Núðlu- og kúrbítspitsur – og haustsalat

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Það lítur út eins og pitsa, lyktar eins og pitsa, það bragðast jafnvel svolítið eins og pitsa, en það er ekki pitsa.  Að minnsta kosti ekki að því leyti ef pitsur eru skilgreindar af brauðskorpunni.   
 
Stökk núðlupitsa
 
Hráefni
  • 2 pakkar skyndinúðlur
  • 1 flaska eða dós pitsusósa
  • 200 g ostur
  • 50 g parmesan-ostur
  • Álegg að eigin vali
  • Kryddjurtir eftir smekk
 
Aðferð
 
Þetta byrjar allt með vel heitri steypujárnspönnu.
 
Tvær matskeiðar af ólífuolíu á pönnuna og svo bætt við tveimur (forsoðnum) pökkum af soðnum ramen-núðlum og þeim þrýst niður í jafnt lag. Hugmyndin er að búa til pönnuköku af núðlum, svo það er mikilvægt að þrýsta þétt niður og spara sér tímann við að laga pitsubotn með tilheyrandi vinnu og hveiti út um allt eldhús.
 
Þunnt lag af rifnum osti verndar núðlurnar en bætir einnig smá fitu og bragði sem seytlar niður þegar þær bakast.
 
Næst á eftir, sósa og meiri ostur. Ég notaði pepperoni og parmesan sem álegg. 
 
Pitsan fer í 250 gráðu heitan ofn þar til hún er brúnuð og stökk. Það tekur um það bil 20 mínútur. Þegar þetta kemur úr ofninum, verið tilbúin með meiri parmesan-ost  til að rífa yfir. Þetta mun líta út eins og pitsa. Best er að losa hana varlega með þunnum málmspaða og renna henni út á disk.
 
Skreytt að eigin vali, skemmtileg tilraun og tilbreyting.
 
 
Kúrbíts-pitsubotn án hveitis og kolvetnis
 
Kúrbítur er gott hráefni í stökka og góða pitsuskorpu – og eftirsóknarverður eftir vinsældir blómkálsbotnsins fyrir nokkrum árum.
 
Hafið pitsuna ykkar bragðgóða  og mataræðið hreint.
 
Hráefni
  • Þrír miðlungsstórir kúrbítar – oft kallaður zucchini – eða um það bil fjórir bollar rifinn kúrbítur
  • 1 stórt egg
  • 2 hvítlauksrif, söxuð
  • 1/2 tsk. þurrkað oregano
  • 1 poki rifinn mozzarella
  • ½ biti rifinn parmesan
  • 50 g maíssterkja
  • salt
  • Nýmalaður svartur pipar
  • ¼ flaska pitsusósa
  • 1/4 pakki pepperoni
  • Ferskt salat og kryddjurtir eftir smekk
  • Rauðar chili-flögur til að skreyta og fá smá auka hita
  • Fersk basilika (valkvætt)
Aðferð
 
Hitið ofninn í 220 gráður og setjið smjörpappír á bökunarplötu. Rífið kúrbít með rifjárni eða í matvinnsluvél.  Notið ostadúk eða þvottahandklæði til að vinda umfram raka úr kúrbítnum.
 
Setjið kúrbít í stóra skál með eggi, hvítlauk, oregano. Blandið saman við einn bolla mozzarella, parmesan og maíssterkju. Kryddið með salti og pipar. Hrærið þar til þessu er alveg blandað saman.
 
Flytjið þetta „deig“ yfir á tilbúna bökunarplötu og klappið í skorpu með höndunum. Bakið þar til botninn er gullinn og þurr viðkomu, í um 25 mínútur.
 
Dreifið pitsusósu yfir botninn og toppið síðan með mozzarella og pepperoni. Bakið þar til osturinn er bráðinn og skorpan orðin stökk, í um það bil 10 mínútur í viðbót. Skreytið með rauðum chili-flögum og basiliku.
 
Haustsalat
 
Nú styttist í uppskeru og hægt að skera flest grænmeti með rifjárni.
 
Hráefni
  • 1/2 haus, rauðkál - rifinn eða saxaður
  • 4 gulrætur - skornar fínt
  • 3 msk. eplaedik 
  • 2 msk. jómfrúar ólífuolía 
  • 1 msk. hunang 
  • Krydd eftir smekk
  • Salt og/eða pipar
  • Valfrjálst er að nota þurrkaða ávexti, fræ, saxaðar hnetur, vorlauk eða rauðlauk
Aðferð
 
Í stórri skál er blandað saman káli og gulrótunum. Næst, í lítilli eða miðlungsstórri blöndunarskál, þeytið saman ediki, ólífuolíu, hunangi og kryddi. 
 
Setjið helminginn af kálinu og gulrótunum í skálina. Blandið restinni af kálinu og gulrótunum út í blönduna á meðan hrært er.  
 
Geymið í kæli í að minnsta kosti klukkustund. 
 
Þegar þið eruð tilbúin að bera þetta fram skal toppa salatið með því sem óskað er, eins og hnetur eða fræ, og bera fram.
Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja
Matarkrókurinn 29. júlí 2024

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja

Hásumar á Íslandinu fagra, á góðum degi, sólin skín jafnvel, kannski er ekki háv...

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...

Reykt svín og remúlaði
Matarkrókurinn 6. júní 2024

Reykt svín og remúlaði

Munurinn á heitreyktum og kaldreyktum mat er heilmikill.