Rauðspretta og grænmeti
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Það er gott að blanda saman fisk við ferskt grænmeti og þá er flatfiskur góður kostur, því hann er fljóteldaður á pönnu og grænmeti er svo bætt við til að minnka uppvask.
Rauðspretta á pönnu með nýju grænmeti
- 600-800 g rauðspretta (eða skarkoli)
- 200 g ferskt spínat (eða blandað grænt grænmeti)
- 100 g smjör
- Salt og pipar
Bræðum smjör í potti. Síðan setjum við fiskinn á pönnu og steikjum með grænmetinu, steikið svo við vægan hita undir loki eða álpappír (til að fá þetta gufusoðið). Færum fiskinn og grænmeti á disk og bætum köldu smjöri saman við safann. Kryddum til með salti og pipar – og njótum vel.
Það kemur skemmtilegt hnetubragð af smjörinu ef það er hitað aðeins á undan fisknum og síðast er bætt við fínt sneiddu nýju grænmeti og framreitt með sósu að eigin vali.
Ofnbakaðar marglitar gulrætur
- 5 gulrætur (100 g)
- 2-3 hvítlauksrif
- 1-2 tsk. kóríanderfræ
- 100 g skallottlaukur
- Olía, salt og pipar
Skerum gulrætur í tvennt (eða skerum þær eftir eldun) líka hvítlaukinn og skallottlaukinn í þunnar sneiðar.
Eldum gulrætur, lauk, hvítlauk og kórianderfræ í olíu í ofni við vægan hita. Kryddum til með salti og pipar.
Sítrussósa
- 4 sítrusávextir (t.d. lime, grape
- eða sítrónur)
- 20 ml hvítvínsedik
- 60 ml rjómi
- 60 g smjör, salt og pipar
Notum börkinn af tveimur sítrusávöxtum og safann af þeim öllum. Pössum að rífa börkinn fínt af og sjóðum var1ega með safa og ediki í 10 mínútur, hækkum svo hitann og sjóðum vökvann niður í um 100 ml. Bætum smjöri og rjóma saman við og kryddum með salti og pipar.
Það getur verið gott að setja smá sykur saman við sósuna. Ekki sakar að blanda saman fleiri en einni tegund af sítrusávöxtum.
Eggjakaka með tómötum og blómkáli
- 8 egg
- 1 box tómatar
- 100 g blómkál og brokkólí
- 300 ml nýmjólk
- salt og pipar
Blöndum eggjum og mjólk saman í skál, söltum og piprum. Skerum blómkál og brokkólí í fallegar sneiðar, blöndum saman við eggin í skálinni. Hellum svo blöndunni á pönnu eða í form og bakið við 200 gráður í um 30 mínútur eða þar til kakan er fullelduð. Það tekur styttri tíma að elda á pönnu og er hún þá þynnri.
Til að fækka hitaeiningum og auka prótein er sniðugt að nota fleiri eggjahvítur en eggjarauður.