Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Leikarar, leikstjóri og hluti af starfsfólki sýningarinnar
Leikarar, leikstjóri og hluti af starfsfólki sýningarinnar
Mynd / Gunnhildur Gísladóttir
Menning 1. maí 2023

Allir á svið

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikritið Á svið eftir Rick Abbot, í þýðingu Guðjóns Ólafssonar og leikstjórn Ingridar Jónsdóttur, fjallar um leikhóp sem stendur að æfingum og sýningum á leikverki.

Fá sýningargestir að upplifa æfingarferli leikrits í fyrsta og annars hluta þess og þar er nú ýmislegt sem kemur upp á. Í þriðja hluta er svo komið að frumsýningu og þá ætti nú allt að vera löngu tilbúið – en auðvitað getur allt gerst á frumsýningum. Er sýningin kómísk á köflum – enda ekki þrautalaust að setja á svið heilt leikrit.

Í hlutverkum eru ellefu meðlimir leikfélags Sauðárkróks og verður frumsýnt þann 30. apríl kl. 20. Áætlaðar eru tíu sýningar í kjölfarið og sýnt í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki – lokasýning er sunnudaginn 14. maí klukkan 20. Miðapantanir og frekari upplýsingar eru í síma 8499434.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...