Allir á svið
Leikritið Á svið eftir Rick Abbot, í þýðingu Guðjóns Ólafssonar og leikstjórn Ingridar Jónsdóttur, fjallar um leikhóp sem stendur að æfingum og sýningum á leikverki.
Fá sýningargestir að upplifa æfingarferli leikrits í fyrsta og annars hluta þess og þar er nú ýmislegt sem kemur upp á. Í þriðja hluta er svo komið að frumsýningu og þá ætti nú allt að vera löngu tilbúið – en auðvitað getur allt gerst á frumsýningum. Er sýningin kómísk á köflum – enda ekki þrautalaust að setja á svið heilt leikrit.
Í hlutverkum eru ellefu meðlimir leikfélags Sauðárkróks og verður frumsýnt þann 30. apríl kl. 20. Áætlaðar eru tíu sýningar í kjölfarið og sýnt í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki – lokasýning er sunnudaginn 14. maí klukkan 20. Miðapantanir og frekari upplýsingar eru í síma 8499434.