Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mörg kunnugleg andlit birtast á sviði Bæjarleikhúss Mosfellsbæjar, en leikritið um Dýrin í Hálsaskógi hefur notið ákaflega mikilla vinsælda ... að venju.
Mörg kunnugleg andlit birtast á sviði Bæjarleikhúss Mosfellsbæjar, en leikritið um Dýrin í Hálsaskógi hefur notið ákaflega mikilla vinsælda ... að venju.
Menning 14. mars 2023

Dýrin í Hálsaskógi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Mosfellssveitar setti upp á dögunum hið sívinsæla leikrit Dýrin í Hálsaskógi eftir meistara ævintýranna, Thorbjørn Egner.

Verkið er vel þekkt og fá áhorfendur að upplifa samfélagið í skóginum og sjá kunnuglegum persónum á borð við söngelsku músina hann Lilla og hinn lævísa Mikka ref bregða fyrir.

Dýrin í skóginum með Lilla klifurmús í fararbroddi búa við stöðugan ótta af því að verða étin af refnum og öðrum rándýrum í þeirra nánasta umhverfi, sem sjá ekki ástæðu til þess að afla sér matar á annan hátt.

Þau taka þó af skarið og ákveða að útbúa ný lög í skóginum, svo allir geti búið saman í friði.

Leikstjóri er Birna Pétursdóttir, tónlistarstjóri er Sigurjón Alexandersson og Eva Björg Harðardóttir hannar leikmynd og búninga.

Sýningar eru í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ á sunnudögum kl. 14 og fer nú hver að verða síðastur að ná sér í miða enda allt að verða uppselt. Miðasalan er á tix.is en einnig eru upplýsingar á Facebook-síðu félagsins.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...