Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mega áhorfendur eiga von á góðu er sýningar hefjast í byrjun apríl.
Mega áhorfendur eiga von á góðu er sýningar hefjast í byrjun apríl.
Menning 10. mars 2023

Himinn og jörð

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Húnaþings vestra er á fullu þessa dagana að æfa söngleikinn Himinn og jörð sem saminn var af leikstjóranum sjálfum, Ármanni Guðmundssyni.

Var handritið unnið í kringum lög Gunnars Þórðarsonar en einhverjir muna eftir plötu hans, Himni og jörð sem gefin var út 1981 og inniheldur sum laganna, sem alls eru sautján talsins í leikverkinu.

Verk Ármanns var samið sérstaklega fyrir leikflokkinn og fjallar um tilraunir geimvera frá plánetunni Gakóvest. Þær vilja komast yfir ægilegasta gereyðingarvopn alheimsins sem einmitt er staðsett á jörðinni vegna þess að þar er ástin sterkasta tilfinningin. Eitthvað misreikna geimverurnar sig því ástin er enn hættulegri en þær gera sér grein fyrir. Danshöfundur er Chantelle Carey og hljómsveitarstjóri Ingibjörg Jónsdóttir en um 40 manns koma að söngleiknum.

Um er að ræða afar hressandi og skemmtilegan söngleik sem á erindi við alla aldurshópa. Sýnt verður í fimm skipti, dagana 5.-10. apríl, og hefjast sýningar kl. 21 í Félagsheimilinu Hvammstanga. Opnar húsið klukkustund áður og miðasalan fer fram á adgangsmidi.is.

8 myndir:

Skylt efni: Áhugaleikhús

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...