Hvaða sveppir eru ætir og hverja ber að varast?
Í lok ágúst býður endurmenntun LbhÍ upp á námskeið fyrir alla sem vilja fræðast um sveppi sem finna má á Íslandi. Hvaða sveppi er óhætt að nota í matargerð og hvaða sveppir henta ekki?
Námskeiðið skiptist í tvennt, fyrri hlutinn er á formi fyrirlestra og sýnikennslu í greiningu og frágangi sveppa en í seinni hlutanum er farið út í skóglendi í verklega kennslu. Nemendur fara þá út ásamt kennara og fá aðstoð og kennslu við þær aðferðir sem notaðar eru til að tína matarsveppi. Þá læra nemendur að greina og hreinsa sveppi. Fjallað verður um helstu geymsluaðferðir sveppa og eins helstu nýtingarmöguleika.
Kennari kynnir jafnframt bók sína: „Sveppahandbókin – 100 tegundir íslenskra villisveppa“ og þátttakendum býðst að kaupa hana á niðursettu verði ef þeir svo kjósa.
Nemendur mæta í fatnaði sem hæfir veðri, taka með sér fötur/körfur til að tína sveppina í, heppilegan hníf fyrir hreinsun og ílát fyrir uppskeruna til að taka með heim.
Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógfræðingur og prófessor við LbhÍ, kennir á námskeiðinu og þátttökugjald er kr. 17.900. Námskeiðið verður haldið laugardaginn 31. ágúst, kl. 10.00-17.00 (7 kennslustundir) hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík og í nærliggjandi skóglendi. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Iðuna fræðslumiðstöð.
Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógfræðingur og prófessor við LbhÍ.