Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hvellhetta 0-005.
Hvellhetta 0-005.
Á faglegum nótum 11. janúar 2016

Hvellhetta 07-005 í Norðurhlíð

Höfundur: Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur hjá RML
Hinir gríðarmiklu gagnagrunnar í búfjárræktinni gefa möguleika til að finna einstaka hluti á ýmsan hátt. Eitt slíkt fyrirbæri er ær sú sem ég ætla að segja frá hér á eftir. Hér er um að ræða ær sem skilið hefur eftir sig þegar sjö úrvals ásetningshrúta og er enn sjálf í fullu fjöri. 
 
Viti einhver um hliðstæðu einhvers staðar hér á landi væri ákaflega vel þegið að fá af því fréttir með símtali eða tölvupósti. Mögulegt er að slíkar ær megi finna á mestu fjársölusvæðunum en utan þeirra held ég möguleiki á hliðstæðum sé ósennilegur.
 
Þann 2. maí vorið 2007 bar ærin Frostrós 04-108 hjá Agnari Kristjánssyni í Norðurhlíð í Aðaldal tveim gimbrum sem voru tilkomnar við sæðingar, dætur Hvells 05-869. Um haustið voru þær báðar föngulegar mjög og settar á og önnur þeirra Hvellhetta 07-005 er söguhetja þessa pistils.
 
Hvellhetta átti strax gemlingsárið tvö lömb þó að annað þeirra færist um vorið. Hrútlambið sem hún skilaði haustið 2008 af fjalli var verulega glæsileg og var selt til lífs. Lykill 08-027 á Búvöllum varð þannig sá fyrsti af sjö sonum hennar sem settir hafa verið á vetur og enn kann að bætast í þann hóp. Í töflu er gefið yfirlit um þessa sjö hrúta, sem flestir hverjir hafa reynst með afbrigðum vel sem lambafeður og þó alveg sérstaklega fyrir gerð sláturlamba.
 
Hvellhetta sjálf er ákaflega falleg ær, bollöng og með hina svellandi bakhold sem finna máttir hjá mörgum afkvæma Hvells. Hún erfði samt ekki alhvítan lit föður síns þar sem hún er aðeins rauðkembd í hnakka. Afkvæmi Hvells voru talsverð breytileg en hún telst tvímælalaust í hópi þeirra allra bestu og slíkir einstaklingar úr afkvæmahópi Hvells voru toppar yfir landið. Ending Hvellhettu er með afbrigðum góð og á hún vonandi eftir að skila enn fleiri afkomendum í ræktunarstarfið. Móðurfaðir hennar er Frosti 02-913 og síðan má rekja ættir hennar áfram innan bús. Þær þrengjast að vísu mjög hratt þar sem sæðingar koma við sögu í hverjum ættlið. Kapparnir sem þar mæta okkur taldir nokkuð í röð eru; Peli 94-819, Sunni 96-830, Austri 98-831 Gosi 91-945, Kokkur 87-870, Aron 83-825, Djákni 82-801, Sveppur 78-821, Ufsi 74-962, Þór 72-904, Frosti 69-879, Krókur 69-901, Dalur 68-834, Angi 68-875 og Þokki 59-803. Þarna eru aðeins taldir ættfeður í móðurlínu aldrei að baki stöðvarhrúti sem nær stendur. Ljóst er því að um æðar henni rennur þykk blanda af Hests- og Þistilfjarðarblóði.
 
Eins og áður segir þá var Hvellhetta tvílembd gemlingsárið og ætíð síðan nema árið 2014 og ætíð skilað vænum dilkum eins og taflan sýnir. Undan henni hefur aðeins verið slátrað tveim lömbum árið 2013 og voru það fyrirmálslömb sem send voru í sumarslátrun enda ófeðruð. Árið 2012 átti hún tvær gimbrar undan Guffa 08-869 en því miður vantaði aðra af fjalli en hin fórst um haustið. Því eru aðeins tvær dætur hennar til sem komnar eru til vits og ára sem báðar reyndust vel og undan Atsdótturinni frá 2009 hafa verið aldir tveir miklir hrútar sem gert hafa garðinn frægan ekki síður en synir Hvellettu sjálfrar.
 
Ég hef sjálfur aðeins séð ána sjálfa og son hennar Laxa sem er frábær einstaklingur. Undan honum voru ekki á síðastliðnu hausti mörg lömb í Norðurhlíð. Sláturlömbin voru  samt tíu og var meðaltal þeirra fyrir gerð 11.
 

4 myndir:

Skylt efni: sauðfjárrækt | Hvellhetta

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...