Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu
Á faglegum nótum 28. febrúar 2024

Landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu

Höfundur: Rósa Björk Jónsdóttir, kynningarstjóri LBhÍ.

Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarfi við Bændasamtök Íslands, Matís, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Samtök ungra bænda, Samtök smáframleiðenda matvæla/Beint frá býli og Samtök fyrirtækja í landbúnaði stendur að málþingi sem haldið verður fimmtudaginn 7. mars kl. 10–16 á Hvanneyri.

Haldin verða fjölbreytt erindi og að þeim loknum verða pallborðsum- ræður þar sem erindin verða rædd og spurt verður hvar þörf er á að ýta við málum til að landbúnaður geti verið arðsöm atvinnugrein sem sóst er eftir að starfa í. Íslenskur landbúnaður er ein af undirstöðuatvinnugreinum íslensks samfélags og íslensk matvælaframleiðsla ein af grunnstoðum þess að við byggjum sjálfbært og sjálfstætt samfélag til framtíðar. Mikilvægt er að standa vörð um íslenskan landbúnað til framtíðar til að tryggja fæðu- og matvælaöryggi og um leið er ljóst að víða liggja vannýtt tækifæri í íslenskum landbúnaði. Með málþinginu viljum við ná saman helstu hagaðilum í landbúnaði hér á landi til að ræða stöðu íslensks landbúnaðar í dag, tækifærin sem víða blasa við og hvernig við getum nýtt þau sem best, íslensku samfélagi til framþróunar.

„Kveikjan að málþinginu var samtal mitt við fulltrúa afurðastöðvar um stöðuna í landbúnaði. Við vorum sammála um að auka mætti samstarf aðila, huga þyrfti í auknum mæli að allri virðiskeðjunni og skapa aukin verðmæti úr þeim úrvals hráefnum sem íslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða. Það er von okkar að málþingið og annað samtal sem á sér stað innan greinarinnar leiði okkur að farsælum lausnum sem styrkir íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu til framtíðar,“ segir Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. 

Rektor Landbúnaðarháskólans opnar málþingið og síðan tekur við erindi frá fulltrúa Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, SAFL, sem mun fara yfir hvaða skref er verið að taka til að einfalda regluverkið. Fulltrúar frá mjólkuriðnaðinum, kjötframleiðendum og grænmetis- bændum verða með erindi um nýsköpun og þróun í þeim geirum. Þá mun fulltrúi frá Matís fara yfir hvernig yfirfæra megi reynsluna úr sjávarútvegi yfir á landbúnaðinn.

Að loknu hádegishléi verður farið yfir rannsóknir og verkefni sem eru í gangi hjá deild Ræktunar og fæðu við Landbúnaðarháskóla Íslands. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, ræðir svo um áskoranir nútímans og hvernig þeim er best mætt. Þá tekur Steinþór Logi Arnarson, formaður Samtaka ungra bænda, við og ræðir stöðu ungra bænda í dag. Að lokum fer síðan Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda/Beint frá býli, yfir áskoranir og tækifæri hjá smáframleiðendum.

Að loknum erindum verða borðaumræður sem lýkur með pallborðsumræðum þar sem tekin verða saman umræðuefni dagsins og rætt hvar ýta þurfi við málum svo landbúnaður verði arðsöm atvinnugrein og aðlaðandi að starfa í.

Það er einlæg ósk aðila sem standa að málþinginu að þátttaka verði góð og að sem flest sem málið varða komi og ræði saman. Málþinginu verður einnig streymt en við hvetjum fólk til að mæta á Hvanneyri og standa saman að eflingu landslagsins í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Nánari upplýsingar munu birtast á vef Landbúnaðarháskóla Íslands.

Öll velkomin.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...