Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nautgriparæktarkerfið Huppa: Fjölgun förgunarástæðna
Á faglegum nótum 7. maí 2015

Nautgriparæktarkerfið Huppa: Fjölgun förgunarástæðna

Höfundur: Guðmundur Jóhannsson Ábyrgðarmaður í nautgriparækt
Þær breytingar hafa nú verið gerðar í nautgriparæktarkerfinu Huppu að förgunarástæðum hefur verið fjölgað og jafnframt er nú gefinn kostur á að skrá tvær förgunarástæður, þ.e. fyrir ákveðnar förgunarástæður er hægt að skrá samsettan lykil með tveimur ástæðum.
 
Þær ástæður sem hefur verið bætt við eru há frumutala, lungna-/öndunarfærasjúkdómar, fótamein og annað sem er þá lykill fyrir ástæður sem ekki eru tilgreindar eða skilgreindar annars staðar. Jafnframt hefur heitum verið breytt á nokkrum ástæðum og má þar nefna að lykill 1, beinaveiki, breytist í efnaskipta-/meltingarsjúkdómar, lykill 3 breytist í ófrjósemi/gripur heldur ekki og lykill 18, unggrip slátrað verður nú slátrað til kjötframleiðslu og nær þannig t.d. yfir holdakýr og -kvígur sem aldar eru til kjötframleiðslu auk nauta. Samhliða þessu er nú hægt að haka við ef gripur er aflífaður heima á búi vegna veikinda eða slyss og sendist þá tilkynning til MAST en samkvæmt reglugerð um velferð nautgripa ber bændum/umráðamönnum nautgripa að tilkynna slíkt samdægurs.
 
Í meðfylgjandi töflu má sjá lista yfir þær förgunarástæður sem finna má í Huppu og skýrsluhaldinu. Jafnframt kemur fram í töflunni á hvaða gripi hægt er að skrá viðkomandi ástæður en í hlutarins eðli liggur að t.d. lykill 2, júgurbólga á aðeins við um kýr en hvorki kvígur eða naut.
 
Við vonum að þessar breytingar mælist vel fyrir og komi að verulegu leyti til móts við þær óskir að geta tilgreint fleiri en eina förgunarástæðu þegar við á.
 
Smellið á myndina til að stækka.
 
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...