Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ræktun árin 2012-2014
Á faglegum nótum 27. apríl 2015

Ræktun árin 2012-2014

Höfundur: Borgar Páll Bragason
Nú hafa flestir bændur gengið frá áburðarpöntunum sínum og eru því væntanlega búnir að gera áætlun um hversu mikið land þeir ætla að taka undir nýsáningu í vor. 
 
Sáðvöruframboðið liggur fyrir hjá flestum fræsölunum og má finna samantekið yfirlit yfir fræframboðið á síðu RML, rml.is. Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma í að velja tegundir og yrki og meta hverjar þarfir búsins eru til öflunar tiltekins fóðurs. Þannig má leggja góðan grunn að fóðuráætlun næsta árs.
 
Það er spennandi að sjá hvernig bændur muni haga ræktun sinni í vor. Súluritið hér að neðan sýnir hvernig þróunin hefur verið síðustu þrjú ár. Árið 2013 var ræktunin mest og skýrist það að af því að tún kól illa á Norður- og Austurlandi veturinn áður og endurræktun túna og grænfóðurrækt var því nauðsynleg af þeim sökum.
 
Ekki alls staðar sama þróun
 
Þegar gögn um kornræktina eru skoðuð betur sést að þróunin er ekki alveg sú sama alls staðar á landinu en þar sem kornrækt er langmest stunduð á Suðurlandi munar mestu um hvaða stefnu sunnlenskir bændur taka í ræktun sinni. Ein ástæðan fyrir samdrætti í kornrækt á Norðurlandi árið 2013 er sú að þá kusu bændur að afla eins mikils gróffóðurs og þeir gátu í kjölfar kalskemmdanna, í stað þess að rækta korn. 
 
 

3 myndir:

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...