Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Allir framleiðendurnir geta aukið framleiðslu sína nokkuð frá því sem nú er en mismikið þó. Ef stórauka á skógrækt í landinu eins og stjórnvöld hafa margsinnis ýjað að er nauðsynlegt að tryggja framleiðendum rekstraröryggi til nægilega langs tíma svo bygg
Allir framleiðendurnir geta aukið framleiðslu sína nokkuð frá því sem nú er en mismikið þó. Ef stórauka á skógrækt í landinu eins og stjórnvöld hafa margsinnis ýjað að er nauðsynlegt að tryggja framleiðendum rekstraröryggi til nægilega langs tíma svo bygg
Á faglegum nótum 8. júní 2017

Skógarplöntuframleiðendur vilja betri rekstrargrundvöll

Skógræktin efndi nýverið til upplýsingafundar með skógarplöntuframleiðendum þar sem farið var yfir ýmislegt sem þurft hefur að samræma í landshlutunum við nytjaskógrækt á lögbýlum eftir að stofnanir sameinuðust í Skógræktina. Skógarplöntuframleiðendur gagnrýna að útboð séu aðeins gerð til þriggja ára í senn. Þeir vilja lengri samninga og einfaldari útboð til að treysta rekstrargrundvöll sinn.
 
Fundurinn var haldinn í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri og þar fór Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðsstjóri skógarauðlindasviðs Skógræktarinnar, yfir skipurit Skógræktarinnar. Í kjölfar sameiningar eldri stofnana í Skógræktina hefur þurft að samræma vinnuferla gömlu landshlutaverkefnanna fimm enda nauðsynlegt að sama þjónusta sé veitt skógarbændum um land allt. Skógræktin vill einnig hafa reglulegt og gott samtal við skógarplöntuframleiðendur, ekki síst um gæðamál og gæðaprófanir að því er fram kemur í frétt á vefsíðu Skógræktarinnar. 
 
Áhyggjur af fækkun framleiðenda
 
Skógræktin er nú með samninga við fjóra skógarplöntuframeiðendur, Álm á Syðri-Reykjum og Kvista í Reykholti, bæði fyrirtækin eru í Biskupstungum, Barra í Fellum og Sólskógar á Akureyri. Niðurskurður á framlögum til skógræktar í landinu eftir hrun hefur orðið til þess að þær stöðvar sem enn eru með starfsemi hafa þurft að sækja á önnur mið í auknum mæli til að halda rekstri sínum gangandi. Á fundinum gafst framleiðendum tækifæri til að ræða um samstarfið við Skógræktina og koma á framfæri væntingum sínum og málefnum sem á þeim brenna. Fram komu áhyggjur af því hversu fáir framleiðendur væru orðnir í landinu.
 
Framleiðendur gagnrýna að samningar um útboð á skógarplöntum séu einungis auglýst til þriggja ára í senn. Þetta geri fyrirtækjunum erfitt fyrir að skipuleggja starf sitt til lengri tíma, sérstaklega ef ráðast þarf í fjárfestingar til að auka framleiðslu. Sömuleiðis sé óhagræði að því að framleiða margar ólíkar og mismunandi stórar einingar trjáplantna. Til að auka hagkvæmni ræktunarinnar sé nauðsynlegt að einfalda útboð og setja markið á færri og stærri framleiðslueiningar af hverri trjátegund. Sömuleiðis þurfi að haga útboðum með þeim hætti að framleiðendur geti sem best valið úr þeim það sem hentar aðstæðum þeirra hverju sinni. Sú samræming sem nú eigi sér stað innan Skógræktarinnar sé mjög til bóta en vert sé að samræma einnig atriði eins og plöntustærðir og plöntugerðir við aðra kaupendur trjáplantna svo sem skógræktarfélögin, Landgræðsluskóga og fleiri.
 
Tryggja þarf rekstraröryggið
 
Allir framleiðendurnir geta aukið framleiðslu sína nokkuð frá því sem nú er en mismikið þó. Ef stórauka á skógrækt í landinu eins og stjórnvöld hafa margsinnis ýjað að er nauðsynlegt að tryggja framleiðendum rekstraröryggi til nægilega langs tíma svo byggja megi upp í greininni og efla starfsemina. Framleiðendur eru brenndir af því bakslagi sem kom í skógrækt á Íslandi eftir efnahagshrunið 2008. Því er þörf á framtíðarstefnu í skógrækt og langtímaáætlun sem treysta megi á.
 
Skógrækt treystir byggð í dreifbýli um allt land og afleidd starfsemi af ýmsum toga styrkist um leið. Stöðvarnar sem framleiða skógarplöntur eru allar utan höfuðborgarsvæðisins og efld starfsemi þeirra styrkir því viðkomandi byggðir. 
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...