Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Framboð til formanns Bændasamtaka Íslands
Af vettvangi Bændasamtakana 9. febrúar 2024

Framboð til formanns Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubóndi að Ártanga í Grímsnesi

Síðastliðin fjögur ár hef ég gegnt formennsku fyrir hönd bænda og Bændasamtaka Íslands. Þessi tími hefur verið áhugaverður, strembinn, gefandi og skemmtilegur.

Gunnar Þorgeirsson

Fyrstu tvö árin mín í embætti einkenndust af viðbrögðum við heimsfaraldri, leysa úr vanda Hótel Sögu, sameiningu og endurreisn Bændasamtaka Íslands.

Margir myndu telja að nú væri ef til vill tímabært að draga sig í hlé, en það hefur alltaf verið markmið mitt að gera Bændasamtökin að þeim málsvara sem bændur eiga skilið. Við þurfum að horfa til framtíðar, hvetja til grósku innan atvinnugreinarinnar, tengja neytendur enn betur við bændur og snúa vörn í sókn.

Sameining allra bænda undir Bændasamtökunum hefur reynst bændum vel, því nú snýr baráttan gagnvart stjórnvöldum og við sem sameinað afl getum skilað öflugri hagsmunagæslu um málefni bænda – um málefni atvinnugreinarinnar. Vissulega er einhverjum sem þykir aðgerðir stjórnvalda síðustu ár hafa verið sem plástur á opið beinbrot. Og eins voru það vonbrigði fyrir allar búgreinar að endurskoðun búvörusamninga leiddu ekki til þeirra breytinga sem atvinnugreinin þarfnaðist. Hafa ber þó í huga að barátta bænda síðastliðin tvö ár hefur skilað nýju fjármagni inn í greinina upp á nærri 5,2 milljarða króna. Og ég er langt frá því að vera hættur, núna þurfum við að undirbúa mótun á nýjum samningum sem taka gildi eigi síðar en árið 2027. Sú vinna er þegar hafin á skrifstofu Bændasamtakanna og samtalið verður mótað á deildafundum búgreina og á næstu mánuðum við alla bændur.

Nú er það okkar bænda að koma fram með stefnu um hvernig nýir samningar þurfi að hljóma. Í gildandi samningum má finna yfir fjörutíu ómælanleg markmið og öll framleiðsla sem bætist við gerir það að verkum að minni stuðningur er þá til skiptanna. Að mínu mati þurfum við að setja fram markmið sem eru mælanleg og tryggi m.a. kröfur um fæðuöryggi á Íslandi til framtíðar. Það eru því í raun engir hvatar í kerfinu sem hvetja okkur bændur til að gera betur eða auka við framleiðslu sem er umhugsunarvert, bæði með auknum ferðamannastraumi og fjölgun íbúa á landinu.

Annað sem við verðum að taka á í samtalinu er hvernig við komum til móts við fjárfestingar í landbúnaði með hagstæðari fjármögnun, ekki bara á grunni aukinnar framleiðslu heldur ekki síður með nýliðun í landbúnaði. Þar höfum við bent á að hlutdeildarlán eru ekki möguleg í landbúnaði þrátt fyrir að hluti fjárfestinga er í íbúðarhúsnæði, og af hverju er ekki heimilt að nýta séreignarsparnað í fjárfestingum í landbúnaði? Þetta eru brýn mál sem þurfa farsælan farveg til framtíðar. Við höfum einnig bent á einföldun regluverks undanfarin tvö ár en talað fyrir daufum eyrum þar til nú, og er nú starfshópur stjórnvalda að störfum við að skoða gullhúðun regluverks. Þar munum við beita okkur fyrir lagfæringu á íþyngjandi ákvæðum sem hafa flotið í gegnum þingið, en enginn virðist kannast við neitt fyrr en hindranirnar koma í ljós með auknum tilkostnaði fyrir fyrirtæki og bændur.

Við þurfum einnig að sameinast um stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum, en skuldbindingar Íslands munu ekki raungerast án aðkomu landbúnaðar. Við höfum lagt okkar af mörkum í þeirri vinnu og bændur hafa horft til aðgerða sem ætlað er að draga úr losun og ekki síður til að binda kolefni til framtíðar svo sem með aukinni landgræðslu og skógrækt.

Við ykkur ágætu félagsmenn vil ég segja; verum framsýn og verum hugrökk til að taka samtalið um framtíð íslensks landbúnaðar. Ég hvet ykkur öll til að nýta kosningarétt ykkar til formannskjörs og vona að þið sjáið möguleikana til framtíðar landbúnaðinum til heilla.

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata

Það eru vissulega forréttindi að búa í sveit, ala upp börnin sín í faðmi náttúru...

Verum til vinstri – verndum náttúruna
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Verum til vinstri – verndum náttúruna

Á meðan Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur staðið vörð um náttúruna og gæt...

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu

Að vera bóndi getur verið félagslega einangrandi, sérstaklega ef aldrei er svigr...

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best

Umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði er og á að vera ...

Landbúnaður í velsældarhagkerfi
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Landbúnaður í velsældarhagkerfi

Landbúnaður í heiminum öllum stendur frammi fyrir umbyltingu vegna framfara í ræ...

Þjóðarsátt um landbúnað til framtíðar
Lesendarýni 26. nóvember 2024

Þjóðarsátt um landbúnað til framtíðar

Landbúnaður og matvælaframleiðsla er elsta athafnasemi íbúa landsins og önnur af...

Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar
Lesendarýni 26. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar

Samkvæmt Stjórnarráði Íslands þá á „Ríkissjóður Íslands [á] alls um 450 jarðir o...

Fjandsamlegt vaxtaumhverfi
Lesendarýni 25. nóvember 2024

Fjandsamlegt vaxtaumhverfi

Áherslur lýðræðisflokksins í landbúnaðarmálum eru í stuttu máli sem hér segir.