Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Leiðarstefin
Af vettvangi Bændasamtakana 23. febrúar 2024

Leiðarstefin

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, frambjóðandi til formennsku í Bændasamtökunum.

Það styttist í kosningu formanns Bændasamtaka Íslands. Allir bændur hafa kosningarétt í stað þess að áður höfðu hann einungis þeir sem sóttu Búnaðarþing.

Trausti Hjálmarsson.

Það er mikil framför. Nýr formaður verður því kosinn beinni kosningu allra bænda og mun því hafa óskorað umboð félagsmanna Bændasamtakanna. Það er mikilvægt að bændur nýti sér sinn lýðræðislega rétt og velji sér formann til að leiða starf Bændasamtakanna næstu tvö árin. Kosið verður rafrænt 1. og 2. mars næstkomandi.

Vil ég því byrja þessa grein á að hvetja fólk til að nýta kosningarétt sinn. Góð kosningaþátttaka styrkir umboð þess formanns sem kjörinn verður til muna.

„Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt“, orti Einar Benediktsson. Það tel ég að eigi að vera leiðarstef okkar í áframhaldandi uppbyggingarvinnu Bændasamtakanna og ekki síður á það að vera leiðarstef í þeirri vinnu sem fram undan er við gerð nýs búvörusamnings.

Við þurfum að ná góðu samstarfi við stjórnvöld um að bæta hag okkar og hefja þá vinnu nú þegar.

Síðan við hjónin hófum búskap hefur orðið efnahagshrun, vitundarvakning um afleiðingar loftslagsbreytinga og heimsfaraldur. Auk þess hafa stríðsátök aukist um allan heim og teygja sig nú til Evrópu. Orsakir þeirra má oft og tíðum rekja til baráttu um auðlindir sem eru mikilvægar, m.a. til matvælaframleiðslu. Afleiðingin er sú að það hefur aldrei verið fleira fólk á flótta í heiminum. Það gefur því augaleið að við þurfum að hlúa betur að þeim grunnstoðum sem samfélag okkar byggir á og þar er geta okkar til að framleiða okkar eigin matvæli gífurlega mikilvæg. Það þarf ekki að horfa aftar en til vendinga síðustu tveggja áratuga til að sjá að fæðuöryggi okkar er, þegar á reynir, ekki nógu öflugt.

Ég er sannfærður um að nú er lag til að sækja enn frekar fram og þar er samstaðan okkar sterkasta vopn. Eftir fjölmörg samtöl mín við bændur síðustu vikurnar hef ég sannfærst um það að við bæði eigum og getum gert betur. Það hefur verið áhugavert að heyra sjónarmið bænda þegar talið berst að samtökum okkar.

Greinilega er mikilvægt fyrir samtökin til að geta vaxið og dafnað að hlusta betur eftir sjónarmiðum þeirra sem byggja þau upp: bændanna sjálfra. Meiri sýnileiki, meira samtal, meiri samvinna, allt eru þetta atriði sem ég get vel tengt við og tel að sé auðvelt að bregðast við og bæta.

Þegar við sameinuðum samtök okkar bænda var alveg vitað að það yrðu brekkur á leiðinni. Sú hefur líka orðið raunin. Sumar þeirra höfum við þegar þrammað en aðrar eru líka fram undan og eflaust flóknar yfirferðar. Þess vegna þurfa þeir sem leiða hópinn að fara með gát, leggja við hlustir og nema það sem grasrótin er að segja. Samtalið skilar markmiðinu, samstarfið og samstaðan árangrinum. Þessi þrjú einföldu „ess“ verða leiðarstefin mín við stjórnvöl Bændasamtakanna verði ég valinn þar til forystu.

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...