Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
F.v.: Sæmundur Sveinsson, Zhibo Hamborg, Helgi Jóhannesson, Sissel Haugslien, Gunnar Þorgeirsson, Dag-Ragnar Blystad, Guðrún Birna Brynjarsdóttir, Axel Sæland og Morten Rasmussen.
F.v.: Sæmundur Sveinsson, Zhibo Hamborg, Helgi Jóhannesson, Sissel Haugslien, Gunnar Þorgeirsson, Dag-Ragnar Blystad, Guðrún Birna Brynjarsdóttir, Axel Sæland og Morten Rasmussen.
Af vettvangi Bændasamtakana 14. febrúar 2024

Með kartöflur á heilanum

Höfundur: Guðrún Birna Brynjarsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu Bændasamtaka Íslands.

Í Noregi er mikil þekking í vefjaræktun kartaflna og er þar viðhaldið tæplega 400 yrkjum, 4 sinnum á ári. Þó svo að plantan sé ekki mikið stærri en 20 cm og í grönnu tilraunaglasi þá er mikil vinna sem fer í það að viðhalda hverju yrki í hvert sinn.

Vefjaræktaðar kartöflur í tilraunaglasi.

Í Noregi er óheimilt að flytja inn kartöfluútsæði erlendis frá og hafa þeir skapað sér mikla sérstöðu í þessum málum. Má því segja að mikilvægi hreinna, veiru- og sjúkdómslausra kartöfluyrkja er mikið fyrir okkur Íslendinga þar sem málefni fæðuöryggis þjóðarinnar hefur sjaldan verið jafn umtalað í okkar samfélagi.

Nú í janúar fór 5 manna sendinefnd frá Íslandi til að kynnast þessu nánar. Voru það formaður BÍ, Gunnar Þorgeirsson, formaður Deildar garðyrkjubænda, Axel Sæland, sérfræðingur á skrifstofu BÍ, Guðrún Birna Brynjarsdóttir, ráðunautur RML í garðyrkju, Helgi Jóhannesson og Sæmundur Sveinsson, fagstjóri í erfðagreiningu hjá Matís.

Í Noregi var farið á tvo staði sem vinna að rannsóknum og fjölgun á kartöfluyrkjum. Annars vegar fyrirtækið Graminor AS sem staðsett er í Ridabu, tæpa tvo klukkutíma norður af Osló, og hins vegar NIBIO í Ås, þrjátíu mínútur suður af Osló.

Þessir staðir voru ólíkir en gífurlega fróðlegt að heimsækja þá báða. Graminor AS er staðsett á fallegum stað í norskri sveitasælunni og er þar rekið tilraunabú sem sérhæfir sig í fjölgun og ræktun heilbrigðra plantna á borð við korn, kartöflur og fóðurplöntur og hafa þau til þess í kringum 100 hektara svæði. Þar er verið að rannsaka og þróa yrki fyrir ákveðin landsvæði í Noregi en getur það tekið milli 10 og 20 ár að þróa nýtt yrki að plöntum.

Hjá NIBIO, sem er norska lífhagfræðistofnunin, fer fram faglegt rannsóknarstarf með þeirra helstu sérfræðingum á sviði plöntuerfðafræði, plöntusjúkdóma og vefjaræktunar. Hjá þeim er yfir 100 ára þekking á fjölgun veiru- og sjúkdómslausra kartöfluyrkja og hafa þau tæplega 400 yrki á sinni ábyrgð.

Gunnar Þorgeirsson, Axel Sæland, Sæmundur Sveinsson, Hans Arne Krogsti, Helgi Jóhannesson og Anja Haneberg í heimsókn hjá Graminor AS.

Bæði hjá Graminor og hjá NIBIO var vel tekið á móti okkur og sköpuðust dýrmætar tengingar, vilyrði um samvinnu ásamt því að gefa okkur innsýn inn í faglegt starf Norðmanna á þessu sviði. Er því óhætt að segja að við sem í þessa ferð fórum horfum full bjartsýni til komandi tíma í málefnum kartöflunnar hér á landi. Undirrituð er að minnsta kosti með kartöflur á heilanum.

Skylt efni: Kartöflur | kartöflurækt

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...