Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá fundi búgreinadeildar hrossabænda.
Frá fundi búgreinadeildar hrossabænda.
Af vettvangi Bændasamtakana 13. mars 2023

Vilja beina aðkomu að búvörusamningum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hrossabændur vilja beina aðild að búvörusamningum við endurskoðun þeirra og ræddu meðal annars aðkomu kynbótahrossa að landsmótum, og forsendur tilnefninga til ræktunarbús ársins á fundi sínum á búgreinaþingi.

Samþykktar tillögur innihéldu meðal annars brýningu til stjórnar að halda áfram undirbúningi á breytingu á samþykktum deildarinnar varðandi skipan fagráðs í hrossarækt. Einnig var lagt til að stjórn hrossabænda skipi starfshóp til að fara yfir aðkomu kynbótahrossa á landsmótum ásamt því að útfærsla stjórnar um tilnefningu BÍ til hrossaræktarbús ársins verði háð því að að lágmarki einn ræktandi sem stendur að hverju ræktunarbúi þurfi að vera fullgildur félagi í BÍ og er þá miðað við félagatal 1. maí ár hvert. Einnig var samþykkt tillaga sem fól í sér að stjórn búgreinadeildarinnar vinni að því að fá beina aðkomu að búvörusamningum. „Í gegnum beina aðild að búvörusamningum þarf greinin að fá fjármuni til að standa straum af kostnaði við kynbótastarfið, stuðning við markaðsstarfið og fjármuni til að hægt sé að standa vörð um ættbókina og upprunalandið. Þá skýtur skökku við að hrossabændur fái engan stuðning fyrir þær hrossaafurðir sem þeir leggja inn líkt og aðrir kjötframleiðendur. Það er eðlileg krafa að stuðningur verði tekinn upp og að hrossabændur sitji við sama borð og aðrir kjötframleiðendur,“ segir í tillögunni

Tveim tillögum frá Samtökum ungra bænda, sem fjölluðu um þyngdartakmarkanir í hestamennsku og starfsskilyrði bænda sem framleiða hrossakjöt, var vísað aftur til stjórnar.

Nanna Jónsdóttir var kjörin nýr formaður deildarinnar. Hún tók við af Sveini Steinarssyni sem hefur sinnt formennsku í áratug. Þær Sonja Líndal Þórisdóttir, Þórdís Ingunn Björnsdóttir og Ragnhildur Loftsdóttir voru kosnar í varastjórn. Aðrir í aðalstjórn eru þau Heiðrún Ósk Eymundsdóttir, Vignir Sigurðsson, Eysteinn Leifsson og Guðný Helga Björnsdóttir.

Táknmynd Íslands
Lesendarýni 2. apríl 2025

Táknmynd Íslands

Hver skyldi myndin vera sem kemur upp í huga flestra útlendinga þegar Ísland er ...

Hringrásargarðar á Íslandi
Lesendarýni 1. apríl 2025

Hringrásargarðar á Íslandi

Hugmyndin um hringrásargarða hefur rutt sér til rúms sem leið að vistvænni iðnþr...

Tilhæfulaus fyrirgangur
Lesendarýni 27. mars 2025

Tilhæfulaus fyrirgangur

Að undanförnu hefur mikill fyrirgangur verið vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjór...

Vandi bænda í ESB
Lesendarýni 25. mars 2025

Vandi bænda í ESB

Landbúnaður í Evrópusambandinu stendur frammi fyrir miklum áskorunum sem ógna bæ...

Myglufaraldur í húsum
Lesendarýni 19. mars 2025

Myglufaraldur í húsum

Fréttir berast reglulega um myglu í húsum, jafnvel svo útbreidda, að rífa þurfi ...

Hvað er Gvendardagur?
Lesendarýni 14. mars 2025

Hvað er Gvendardagur?

Á liðnum árum og áratugum hafa slæðst inn í dagatal okkar dagar sem bera hin ýms...

Tækifæri í kolefnisjöfnun
Lesendarýni 13. mars 2025

Tækifæri í kolefnisjöfnun

Undanfarin ár hefur verið nokkur umræða um kolefnisjöfnun sem loftslagsaðgerð. B...

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar
Lesendarýni 13. mars 2025

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar

Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í na...