Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá fundi búgreinadeildar hrossabænda.
Frá fundi búgreinadeildar hrossabænda.
Af vettvangi Bændasamtakana 13. mars 2023

Vilja beina aðkomu að búvörusamningum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hrossabændur vilja beina aðild að búvörusamningum við endurskoðun þeirra og ræddu meðal annars aðkomu kynbótahrossa að landsmótum, og forsendur tilnefninga til ræktunarbús ársins á fundi sínum á búgreinaþingi.

Samþykktar tillögur innihéldu meðal annars brýningu til stjórnar að halda áfram undirbúningi á breytingu á samþykktum deildarinnar varðandi skipan fagráðs í hrossarækt. Einnig var lagt til að stjórn hrossabænda skipi starfshóp til að fara yfir aðkomu kynbótahrossa á landsmótum ásamt því að útfærsla stjórnar um tilnefningu BÍ til hrossaræktarbús ársins verði háð því að að lágmarki einn ræktandi sem stendur að hverju ræktunarbúi þurfi að vera fullgildur félagi í BÍ og er þá miðað við félagatal 1. maí ár hvert. Einnig var samþykkt tillaga sem fól í sér að stjórn búgreinadeildarinnar vinni að því að fá beina aðkomu að búvörusamningum. „Í gegnum beina aðild að búvörusamningum þarf greinin að fá fjármuni til að standa straum af kostnaði við kynbótastarfið, stuðning við markaðsstarfið og fjármuni til að hægt sé að standa vörð um ættbókina og upprunalandið. Þá skýtur skökku við að hrossabændur fái engan stuðning fyrir þær hrossaafurðir sem þeir leggja inn líkt og aðrir kjötframleiðendur. Það er eðlileg krafa að stuðningur verði tekinn upp og að hrossabændur sitji við sama borð og aðrir kjötframleiðendur,“ segir í tillögunni

Tveim tillögum frá Samtökum ungra bænda, sem fjölluðu um þyngdartakmarkanir í hestamennsku og starfsskilyrði bænda sem framleiða hrossakjöt, var vísað aftur til stjórnar.

Nanna Jónsdóttir var kjörin nýr formaður deildarinnar. Hún tók við af Sveini Steinarssyni sem hefur sinnt formennsku í áratug. Þær Sonja Líndal Þórisdóttir, Þórdís Ingunn Björnsdóttir og Ragnhildur Loftsdóttir voru kosnar í varastjórn. Aðrir í aðalstjórn eru þau Heiðrún Ósk Eymundsdóttir, Vignir Sigurðsson, Eysteinn Leifsson og Guðný Helga Björnsdóttir.

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...