Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hulda Sigurðardóttir og Ágúst Ásgrímsson að Stekkjarflötum í Eyjafirði sigruðu í gróffóðurkeppni Yara 2018.
Hulda Sigurðardóttir og Ágúst Ásgrímsson að Stekkjarflötum í Eyjafirði sigruðu í gróffóðurkeppni Yara 2018.
Lesendarýni 28. nóvember 2018

Bændur á Stekkjarflötum í Eyjafirði unnu í Gróffóðurkeppni Yara á Íslandi

Höfundur: Búvörur SS
Sigurvegari Gróffóðurkeppni Yara árið 2018 eru Hulda Sigurðardóttir og Ágúst Ásgrímsson að Stekkjar­flötum í Eyjarfirði. 
 
Íslenskur búskapur snýr að stærstum hluta um gróffóðuröflun, því skiptir miklu máli fyrir afkomu hvers bús að framleiða gott gróffóður af úrvals gæðum. Það má beita ýmsum aðferðum við að meta gæði gróffóðurs en almennt má segja að vega þurfi saman uppskerumagn og efnainnihald gróffóðursins. Síðan má ekki gleyma því að horfa þarf til kostnaðar við gróffóðuröflun.
 
Yara á Íslandi stendur nú annað árið í röð fyrir gróffóðurkeppni.  Markmið keppninnar er að vekja athygli á þeim fjölmörgu þáttum sem þarf að taka tillit til þegar gæði gróffóðurs eru skoðuð og ekki síður að hampa þeim bændum sem standa sig vel. Með þessari keppni viljum við líka undirstrika mikilvægi þess að láta greina heysýni og ekki síður að bændur meti uppskeru túna með markvissari hætti, t.d. með því að vigta rúllur.
 
Sex þátttakendur
 
Að þessu sinni voru 6 þátttakendur í keppninni. Þeir voru Egilsstaðabúið á Héraði, Stekkjarflatir í Eyjafirði, Goðdalir í Skagafirði, Skálpastaðir í Borgarfirði, Lækur í Flóa og Egilsstaðakot í Flóa.
 
Við viljum þakka kærlega þeim bændum sem tóku þátt þetta árið. Jafnframt viljum við þakka Efnagreiningu ehf. kærlega fyrir þeirra lipru og góðu þjónustu þegar kemur að greiningu á sýnum. Það er mikill styrkur fyrir íslenskan landbúnað að hafa slíka þjónustu hér á landi.
 
Það er ekki einfalt að dæma svona keppni. Taka verður tillit til fjölmargra þátta. Alls eru gefin stig fyrir 12 ólík atriði. Uppskerumagn skiptir miklu máli en ekki síður að efnainnihald sé innan þeirra marka sem sóst er eftir.
 
Yara á Íslandi stendur nú annað árið í röð fyrir gróffóðurkeppni. Markmið keppninnar er að vekja athygli á þeim fjölmörgu þáttum sem þarf að taka tillit til þegar gæði gróffóðurs eru skoðuð og ekki síður að hampa þeim bændum sem standa sig vel.
 
Sigurvegarar
 
Sigurvegari Gróffóðurkeppni Yara árið 2018 eru Hulda Sigurðardóttir og Ágúst Ásgrímsson að Stekkjarflötum í Eyjafirði.  
 
Að Stekkjarflötum er rekið kúabú. Gróffóður er ræktað á um 100 ha. Markmið hvers árs er að ná góðum heyjum með lágmarks notkun á tilbúnum áburði.  Fóður er verkað í rúllur.  Reynt er að forþurrka upp undir 60–70%. Mikið er lagt upp úr því að gera áburðaráætlun fyrir hverja spildu.  
 
Reynt er að nýta búfjáráburð sem best og fá sem besta nýtingu á tilbúnum áburði. Búfjáráburður er borinn  jafnt á allt ræktunarland. Mikið er lagt upp úr því að styrkur kalís í fóðri verði ekki of hár. Á hverju ári eru ræktaðir um 6–9 ha af korni.
 
Korn er yfirleitt ræktað í 3 ár og vallarfoxgrasi skjólsáð með byggi á 4 ári. Gjarnan er sáð hreinu vallarfoxgrasi. Hluti af byggökrum eru slegnir í grænfóður um skrið og kúnum beitt á endurvöxtinn.  Heildar uppskera hjá þeim var 8.566 kg þe/ha. 
 
Uppskera var tekin í tveimur sláttum, í fyrri slætti var uppskera 6.121 kg þe/ha og í seinni slætti 2.425 kg þe/ha. Þess má geta að ekki var borinn á tilbúinn áburður milli slátta vegna þess að komin var næg uppskera eftir fyrsta slátt. Þrátt fyrir það fékkst góð uppskera bæði af magni og gæðum í seinni slátt.  
 
Það er samspil mikillar uppskeru og jafns efnainnihalds í gróffóðri sem skapar þennan góða árangur.  Mikil natni við gerð áburðaráætlana fyrir hverja spildu skilar sér í ákjósanlegu efnainnihaldi gróffóðursins og ekki síður markvissri nýtingu á næringarefnum í búfjáráburði.
 
Líkt og í fyrra var afar lítill munur á milli keppenda.  Að þessu sinni skildu aðeins 1,5 stig þann aðila sem stóð efstur og þann sem stóð næstefstur að. Reyndar voru keppendur í 2. og 3. sæti jafnir að stigum. Keppnin fer þannig fram að þátttakendur velja eina spildu og reyna síðan að hámarka uppskeru og gæði eins og kostur er. Rúllur af spildunum eru vigtaðar til að áætla uppskeru og jafnframt er tekið heysýni.
 
Sigurvegari keppninnar er síðan fundinn með því að reikna stig fyrir þau atriði sem til skoðunar eru.  Sá sem hlýtur flest stig stendur uppi sem sigurvegari.
 
Búvörur SS er umboðsaðili
Yara á Íslandi
Leshópar – Jafningjafræðsla
Lesendarýni 16. janúar 2025

Leshópar – Jafningjafræðsla

Ein yngsta grein landbúnaðar hér á landi er skógrækt. Bændur vítt og breitt um l...

Gervivísindi og fataleysi?
Lesendarýni 15. janúar 2025

Gervivísindi og fataleysi?

Lengi hef ég fylgst allnáið með þróun mála í fiskveiðum, stjórn þeirra, ráðgjöf ...

Strengdir þú nýársheit?
Lesendarýni 10. janúar 2025

Strengdir þú nýársheit?

Samkvæmt 4.000 ára gamalli hefð sem hófst í Babýlóníu, tíðkast í dag víða um hei...

Áhættumatslíkan sem metur fjölda strokulaxa í ám
Lesendarýni 8. janúar 2025

Áhættumatslíkan sem metur fjölda strokulaxa í ám

Síðastliðinn vetur vann Arev álitsgerð fyrir Landssamband veiðifélaga um gildand...

Loftslagsmál og orka
Lesendarýni 7. janúar 2025

Loftslagsmál og orka

Í Bændablaðinu þ. 7. nóvember er fjallað um áform um uppbyggingu vindmyllugarðs ...

Ef sker eða eyjar liggja fyrir landi manns á sá það er meginland á næst
Lesendarýni 3. janúar 2025

Ef sker eða eyjar liggja fyrir landi manns á sá það er meginland á næst

Nú er að hefjast málsmeðferð á þjóðlendukröfum ríkisins í eyjar og sker. Þegar k...

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?
Lesendarýni 2. janúar 2025

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?

Viðurkennt er að koltvísýringur (CO2) getur fangað ákveðna tíðni varmaútgeisluna...

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð
Lesendarýni 2. janúar 2025

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð

Geislar sólarinnar voru í aldaraðir nýttir til beinnar upphitunar híbýla. Elstu ...