Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Frá því við fluttum í Gautavík hafa sex til átta smalar gengið þetta svæði og smalað, ásamt einum stjórnanda.
Frá því við fluttum í Gautavík hafa sex til átta smalar gengið þetta svæði og smalað, ásamt einum stjórnanda.
Lesendarýni 20. nóvember 2023

Fé smalað með dróna

Höfundur: Pálmi Einarsson, iðnhönnuður og bóndi í Gautavík

Í haust og fyrrahaust gerði ég tilraunir með að smala með dróna, af svæði sem er um átta ferkílómetrar að stærð.

Undanfarin tvö ár hefur fé í fjallinu fyrir ofan bæinn fækkað umtalsvert, því stærsti fjárbóndinn okkar megin í firðinum brá búi og voru því aðeins ríflega 100 gripir í fjallinu í sumar. Hæstu tindarnir eru innan við 1.000 m á hæð, en að öllu jöfnu er fé ekki svo hátt uppi.

Frá því við fluttum í Gautavík hafa sex til átta smalar gengið þetta svæði og smalað, ásamt einum stjórnanda. Í fyrra smalaðist um 90% með drónanum og einum manni á fæti í þremur atrennum sem tók hver um sig 2-3 tíma og restin svo með göngumanni í eftirleit stuttu síðar. Þó vantaði eina á og fjögur lömb, en þau skiluðu sér sjálf heim seinnipartinn í október.

Í haust gerði ég aðra tilraun, en þá smalaðist um 70% af fénu úr fjallinu með drónanum í fyrstu smölun sem tók um tvo tíma og var stjórnað frá bænum. Í henni tókst að reka allan hópinn í gegnum hlið á tveimur girðingum, inn í lokað hólf fyrir aftan hlöðuna okkar. Á næstu þremur vikum náðist að smala restinni í þremur drónaferðum. Í ár var kolheimt af fjalli, það er, allir okkar gripir, um eitt hundrað talsins, skiluðu sér heim ásamt um 25 gripum af öðrum bæjum. Allt okkar fé kom í réttina í Gautavík eða inn á tún við bæinn.

Eiginleikar drónans

Dróninn sem við notum er DJ Mavic 3 Enterprice sem er með 4k myndavél, ásamt hitamyndavél og hátalara, en einnig er hægt að skipta hátalara út fyrir leitarljós og flugvélaljós. Ég setti inn nokkrar tegundir af gelti, klappi og bílflautuhljóðum og svo auðvitað hið klassíska HUHH.

Flugtími drónans er um 30 mínútur á hverju batteríi, en við erum með fimm stykki þannig að hægt er að vera í um 2,5 klst. í hvert skipti með drónann í gangi. Þó verður alltaf að taka inn í myndina að smölunartími per batterí er ekki nema um tuttugu mínútur, því hann verður alltaf að vera með nóg batterí til að skila sér til baka. Drónar myndu því væntanlega ekki virka vel á stórum afréttum þar sem flugtíminn er ekki það langur, en gætu þó nýst vel í að skanna svæði áður en lagt er af stað.

Dróninn tekur sjálfur af skarið og leggur af stað heim þegar batteríið er að ganga til þurrðar, en oft hefur hann verið í sirka 500 m hæðífjallinuogalltuppí3kmí burtu áður en hann leggur af stað til baka. Þar sem dróninn er læstur frá framleiðanda og fer bara í 500 m hæð þá hef ég farið á fjórhjóli upp í sirka 300 m hæð og þannig náð að reka niður það sem hæst er. Það er þó hægt að „hakka“ sig inn í forritið og taka hæðartakmörkin af, en við höfum ekki gert það enda ekki verið ástæða til.

Dróninn sem við notum er DJ Mavic 3 Enterprice sem er með 4k myndavél, ásamt hitamyndavél og hátalara, en einnig er hægt að skipta hátalara út fyrir leitarljós og flugvélaljós.

Drónar enn engin töfralausn

Eftir að fé var komið á tún notaði ég hann margsinnis til að smala fénu heim og inn í fjárhús sem var hægt að gera af skrifstofunni. Okkar fé er reyndar farið að átta sig á drónanum og rýkur af stað þegar það heyrir í honum eða sér og veit flest hvert það á að fara.

Drónar munu seint leysa menn og hunda alveg af í smölun og er ég nokkuð viss um að góður göngumaður með vel þjálfaðan hund myndi rúlla þessu svæði upp á hálfum degi. Fyrir okkur er þetta hins vegar að reynast mjög vel og þá sérstaklega þegar ein og ein kind er langt upp í fjalli, því þá er auðvelt að fara með drónann og sækja.

Í haust sá ég sem dæmi tvö stök lömb uppi í miðju fjalli og fór á eftir þeim með drónanum. Það tók að vísu fjögur batterí og eina og hálfa klukkustund að koma þeim alla leið niður í rétt, en ég tel að það hefði tekið smala töluvert lengri tíma að komast upp fyrir þau og sömu 2,6 km leið til baka.

Komið hefur fyrir að kind snúist gegn drónanum og reyni að hnubba í hann, sérstaklega þegar þarf að koma fénu yfir læki og aðrar hindranir. Liturinn á drónanum er grár og því gæti verið sniðugt að breyta lit eða útlitinu á honum, til dæmis með því að setja augu eða eitthvað sem hreyfist neðan í hann, því gelt í hundi er sem dæmi ekkert sérstaklega árangursríkt. Ég hef mest notað „HUHH“ og bílflautuhljóð sem ég fann á netinu og tók upp, en einnig er hægt að taka upp skilaboð og spila úr drónanum til aðstoðarmanna ef þarf.

Niðurstöður tilraunanna

Reynslan hefur sýnt okkur að hver sem er getur vel flogið svona dróna. Okkar dróni er sem dæmi með skynjara allan hringinn þannig að það er eiginlega ekki hægt að fljúga á eitthvað, því hann stoppar sjálfkrafa ef hann skynjar fyrirstöðu. Maður verður hins vegar að vara sig þegar farið er djúpt ofan í gil eða langt yfir hæð þar sem sjónlína við fjarstýringu dettur út. Þó er ekki hætta á að dróninn tapist, því um leið og hann skynjar að fjarstýring er dottin úr sambandi stoppar hann og lyftir sér upp og leggur af stað heim. Um leið og hann nær sambandi aftur við fjarstýringu er hægt að stoppa heimferð og halda áfram.

Niðurstaða tilraunanna er því sú að dróni henti vel til að smala fé á landsvæði eins og okkar. Eins er mikill munur að þurfa ekki sex til átta menn til að smala þessu fáa fé sem við eigum og þeim örfáu gripum frá öðrum bæjum sem ganga á okkar afrétt.

Skylt efni: drónar | smölun

Íslandsmót í rúningi
Lesendarýni 18. október 2024

Íslandsmót í rúningi

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) hyggst endurvekja Íslandsmeistaramótið í r...

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi
Lesendarýni 15. október 2024

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi

Árið 1981 voru samtök fag- og stéttarfélaga frjótækna í Evrópu stofnuð í Strasbo...

Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Lesendarýni 9. október 2024

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Á meðan trén vaxa ræða skógarbændur framtíðina. „Það er víst lítið annað að gera...

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi
Lesendarýni 4. október 2024

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi

Öldungaráð Selfoss boðaði komu sína í MS-stöðina á Selfossi með fyrirspurnina á ...

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu
Lesendarýni 3. október 2024

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu

Haustið 2007 setti stjórn félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu saman nefnd ti...

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið
Lesendarýni 2. október 2024

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið

Íslenskur landbúnaður hefur gegnt lykilhlutverki í þróun samfélagsins frá landná...

Áhyggjur af samdrætti innan ESB
Lesendarýni 26. september 2024

Áhyggjur af samdrætti innan ESB

Þann 9. september 2024 kynnti Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu,...

Þá og nú
Lesendarýni 23. september 2024

Þá og nú

Hin hugljúfa ástarsaga Bergsveins Birgissonar um ástir þeirra Bjarna og Helgu he...