Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Í Grasagarði Reykjavíkur eru sérstakir bekkir til að tylla sér og fylgjast með grímublómunum. Fyrir vikið flokka ég þau með íslensku sviðslistafólki.
Í Grasagarði Reykjavíkur eru sérstakir bekkir til að tylla sér og fylgjast með grímublómunum. Fyrir vikið flokka ég þau með íslensku sviðslistafólki.
Lesendarýni 15. júní 2022

Grímulaus í sumar?

Höfundur: Kristján Friðbertsson

Árið er 2020. Kristbjörg Kjeld hlýtur Grímuna sem leikkona ársins í aukahlutverki. Þjóðin verður öll svo uppnumin að flestir ganga með grímu henni til heiðurs næstu árin.

Kristján Friðbertsson

Svo mikið æði rann yfir þjóðina, að sjá mátti einnota grímur liggjandi á götum hér og þar. Vafalítið verið kastað upp í loft með táknrænum hætti í fagnaðarlátum.

Fram að þessu höfðu slíkar grímur helst verið notaðar af þeim sem ráðast á neglur kvenna með slípirokk eða hafa áhyggjur af öndunarfærunum. Í garðvinnu væri oft óvitlaust að klæðast slíkri andlitsskýlu, en þó er það sjaldgæf sjón að sjá okkur vesenast í garðinum falin bak við grímu. Hönskunum munum við oft eftir, en af hverju ekki grímum? Hugmynd svo maður ofkæli sig nú ekki á degi nakta garðyrkjumannsins: hylja öndunarfærin.

Eru þetta grímulausir garðar, Garðar?

Nafnið Grímur bera fleiri en kokkurinn með plokkarann. Það finnst jú meðal íslenskra plöntuheita og vísar oftast til tegunda innan ættkvíslarinnar Penstemon.

Penstemon hartwegii er dæmi um þær grímur sem heppilegar eru sem sumarblóm. Lögun blómanna svipar um margt til ættingjanna innan ættkvíslar fingurbjargarblóma.

Hátt í 300 tegundir finnast af grímublómum auk mikils fjölda blendinga og því um þó nokkra fjölbreytni að ræða. Þær geta verið frá örfáum sentimetrum að hæð upp í nokkra metra. Á ensku kallast þær „beardtongues“, eða lauslega þýtt: skeggtungur. Nafnið vísar til þess að það er líkt og hver blómklukka sé með tungu og sú tunga er oft hárug.

Ættkvíslarheitið Penstemon vísar svo til þess að blómin bera fimm fræfla.

Akurgríma (P. digitalis), runnagríma (P. fruticosus), kampagríma (P. whippleanus) og rósagríma (P. rupicola) eru meðal þeirra sem sést hafa hér á landi. Skyldleiki er ekki mikill við ættkvíslina Parthenocissus, annars væri ég löngu búinn að rækta blending af ráðhúsvíni (Parthenocissus tricuspidata) og kampagrímu (Penstemon whippleanus) til þess eins að geta nefnt hann kampavín.

Meiri er þó skyldleiki þeirra með fingurbjargarblómum (Digitalis) og ljónsmunna (Antirrhinum) og má því stundum finna viss líkindi með blómstrum þeirra og grímanna. Fjöldi grímuplantna í görðum á Íslandi virðist þó einungis agnarsmátt brot af þeim fjölda sem finnst af hinum tveimur.

Hin lágvöxnu munu erfa landið!

Ekki eru allar grímur skapaðar jafnar, sem getur skýrt fæð þeirra í íslenskum görðum. Þótt um sé að ræða fjölærar plöntur, eru ýmsar þeirra svo viðkvæmar að þær henta best sem forræktuð sumarblóm. Ellegar blómstra þær í besta falli í lok sumars og rótin drepst svo strax í fyrstu frostum. Þumalputtareglan er að flokka þær eftir stærð. Hávaxnar grímur þurfa almennt sem mesta sól, hlýju, þurran og oft næringarríkari jarðveg. Þær lágvaxnari standa sig betur þar sem hitasumman er lægri og jarðvegur örlítið rakari. Þarna skiptir kyn orða máli, því jarðvegurinn er svo sannarlega ekki örlítill rakari, snyrtandi hárin á skeggtungum. Frjósemi er þó ekki eins mikilvæg fyrir hina lágvöxnu. Túlki það hver með sínum hætti.

Margar grímur eiga það líka til að vera dyntóttar og skammlífar. Þó þær lágvaxnari séu harðari af sér, fer íslenska vetrarvætan oft illa í þær. Hér hentar því best að bjóða þeim upp á léttan, vel drenandi jarðveg, ekki verra ef hann er mjög söndugur.

Akurgríma þolir t.d. frost ágætlega ef rótin er ekki rennblaut allan veturinn og frostið fer ekki ítrekað niður fyrir 10 stig. Skammlífi plantnanna fer nefnilega oft eftir því hversu harður, sem og hversu blautur, veturinn var. Fjallagríma (P. alpinus) og dýjagríma (P. serrulatus) þola hins vegar nær 20 stiga frost. Það er því afar mikilvægt að velja vel, þegar grímu er bætt í garðinn.

Ullað í grímuna

Sums staðar eru grímur gróðursettar sérstaklega til að laða að kólibrífugla, þessa sætu, sérstöku, nettu litlu fugla. Slíkt þýðir þó lítið hér á landi, ef marka má mína reynslu hingað til, en vekur eina hugsun: Þessi ætt fugla „ullar“ víst 13 sinnum á sekúndu þegar hún sækir sér hunangslög úr blómum. Hversu margir sem gengu framhjá okkur með grímu, voru kannski að gera slíkt hið sama, án þess að við tækjum nokkurn tímann eftir því? Er kannski öruggast að ulla bara alltaf á alla sem við sjáum, svo við verðum nú ekki undir í ullinu?
Sjálfur er ég með handfylli af grímuplöntum í garðinum og reyni að ulla á sem flesta. Grasagarður Reykjavíkur gerir betur og er með hálfgert grímuball fagurra Penstemontegunda, en starfsfólkið hef ég ekki enn séð ulla. Með stöku undantekningum.

Lögun grímublóma er oft mjög skemmtileg. Hér sjáum við blóm af Penstemon lyallii í Grasagarði Reykjavíkur.
Fleiri grímur í garðinn?

Hvað gerist í framtíðinni? Íslendingar búa við eitt minnsta magn svifryks í heimi, en samt koma dagar þar sem við sláum öll met í hina áttina og sumar grímur geta hjálpað til þar. Kannski verðum við duglegri að nýta grímurnar þegar við umpottum og gróðursetjum? Réttar grímur gætu forðað okkur frá moldarryki, sveppgróum, varnarefnum o.fl. sem fylgt geta plöntum, blómlaukum og jarðvegi. Svo ekki sé minnst á eldfjallaösku sem blæs yfir byggðir frá gróðurlitlum svæðum. Landið fýkur burt, en sem betur fer náum við að grípa eitthvað af því með hárinu, fötunum, húsveggjum og jafnvel grímum.

Smáa letrið – viðvörun!

Íslensk sviðslistaverðlaun eru engin sérstök vörn gegn ryki eða veikindum. Andlitsgrímur sinna því hlutverki betur. Hins vegar geta grímublómin hjálpað til í baráttunni gegn hversdagsleikanum og lyft upp munnvikum svo á manni myndast bros.Aðbrosaallaleiðfráhjartanuog fram í andlit gerir oft daginn töluvert betri og hjálpar hið minnsta andlegu heilsunni. Sama hvort brosið er falið bak við andlitsgrímu eður ei.

Skylt efni: grímublóm | Penstemon

Leshópar – Jafningjafræðsla
Lesendarýni 16. janúar 2025

Leshópar – Jafningjafræðsla

Ein yngsta grein landbúnaðar hér á landi er skógrækt. Bændur vítt og breitt um l...

Gervivísindi og fataleysi?
Lesendarýni 15. janúar 2025

Gervivísindi og fataleysi?

Lengi hef ég fylgst allnáið með þróun mála í fiskveiðum, stjórn þeirra, ráðgjöf ...

Strengdir þú nýársheit?
Lesendarýni 10. janúar 2025

Strengdir þú nýársheit?

Samkvæmt 4.000 ára gamalli hefð sem hófst í Babýlóníu, tíðkast í dag víða um hei...

Áhættumatslíkan sem metur fjölda strokulaxa í ám
Lesendarýni 8. janúar 2025

Áhættumatslíkan sem metur fjölda strokulaxa í ám

Síðastliðinn vetur vann Arev álitsgerð fyrir Landssamband veiðifélaga um gildand...

Loftslagsmál og orka
Lesendarýni 7. janúar 2025

Loftslagsmál og orka

Í Bændablaðinu þ. 7. nóvember er fjallað um áform um uppbyggingu vindmyllugarðs ...

Ef sker eða eyjar liggja fyrir landi manns á sá það er meginland á næst
Lesendarýni 3. janúar 2025

Ef sker eða eyjar liggja fyrir landi manns á sá það er meginland á næst

Nú er að hefjast málsmeðferð á þjóðlendukröfum ríkisins í eyjar og sker. Þegar k...

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?
Lesendarýni 2. janúar 2025

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?

Viðurkennt er að koltvísýringur (CO2) getur fangað ákveðna tíðni varmaútgeisluna...

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð
Lesendarýni 2. janúar 2025

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð

Geislar sólarinnar voru í aldaraðir nýttir til beinnar upphitunar híbýla. Elstu ...