Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hvað ræður verðlagi á Íslandi?
Lesendarýni 8. september 2015

Hvað ræður verðlagi á Íslandi?

Höfundur: Erna Bjarnadóttir
Verðlag á ýmsum neysluvörum hefur verið allnokkuð til umræðu undanfarið og athygli verið vakin á að verð á ýmsum heimilistækjum og raftækjum sé umtalsvert hærra hér á landi en í nágrannalöndunum. 
 
Erna Bjarnadóttir.
Þetta eru ekki ný tíðindi. Í verðsamanburði Eurostat sem birtist í júní sl. má lesa að Ísland var í 9. sæti þegar kemur að verði á neysluvörum árið 2014. Landið trónir hins vegar í efsta sæti þegar kemur að verði á heimilistækjum sem er 53% hærra en að meðaltali innan ESB, húsgögnum og heimilisbúnaði (19%), fatnaði (39%) og skóm (47%). Um síðustu áramót voru felld niður vörugjöld af mörgum vörum, s.s. sjónvörpum, en bæði Neytendasamtökin og ASÍ hafa bent á að þessi breyting hafi ekki skilað sér til neytenda. Lauslega leiddi könnun Neytendasamtakanna í ljós að sjónvarpstæki eru um 50% dýrari á Íslandi en í Danmörku þrátt fyrir að bæði tollar og virðisaukaskattur er lægri á þessar vörur hér á landi en þar. 
 
Athyglisverð eru ummæli framkvæmdastjóra SVÞ í Morgunblaðinu þann 13. ágúst sl. þar sem hann er að svara gagnrýni ASÍ, en þar segir hann að í greiningu Samtaka atvinnulífsins, þar sem borið var saman verð á ýmsum vörum í Noregi, Svíþjóð og Íslandi, hafi komi fram að verð á sjónvörpum hafi verið 63% hærra á Íslandi en í Noregi og 67% hærra en í Svíþjóð á síðasta ári. En eftir afnám vörugjalda hafi sambærileg tæki AÐEINS verið 47% dýrari á Íslandi en Noregi og aðeins 45% dýrari en í Svíþjóð. Já, gott og vel, vörugjöld hafa lækkað vöruverð. En aðeins 47% eða 45% dýrari – hvað er það? Er það þá vegna legu landsins – óhagkvæmni í verslunarrekstri ? Eða hvað er það? 
 
Það var ekki síður athyglisvert að hlusta á Sigurð Jóhannesson, hagfræðing hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, bókstaflega réttlæta þennan verðmun í viðtali við RÚV í fréttum þess mánudagskvöldið 10. ágúst sl. Hann taldi að flutningskostnaður og stærð markaðarins réði mestu um hátt verðlag hérlendis. Lækkun tolla taldi hann koma fram í verðlagi en um leið sagði hann að verðhækkanir frá birgjum skili sér almennt í vöruverði en lækkanir síður. 
 
Röksemdafærsla þessara tveggja manna, sem oft eru kallaðir til álitsgjafar þegar matvöruverð ber á góma, er einkennileg. Líklega var hagfræðingurinn að segja að samkeppni á markaði hér á landi sé of lítil til að verðlækkanir birgja (sem lækkun vörugjalda og tolla hljóta að vera hluti af) skili sér til neytenda, með öðrum orðum fákeppni. Á það þá ekki einnig við um matvörumarkaðinn? Skýrsla Samkeppniseftirlitsins frá því í vetur bendir einmitt eindregið til þess að fákeppni sé ráðandi á þessum markaði. Í skýrslu þess segir m.a.: „Samkvæmt upplýsingum um arðsemi skráðra dagvörusmásala (e. grocery retailers) erlendis er meðalarðsemi eigin fjár um 13% í Evrópu og um 11% í Bandaríkjunum samanborið við 35%–40% hér á landi. Þessar tölur gefa til kynna að arðsemi stærstu íslensku verslanasamstæðanna sé mjög góð í alþjóðlegum samanburði.“ Er það eðlilegt að verslun með brýnustu nauðsynjar sé svo arðbær sem raun ber vitni?
 
Það er því sérstök ástæða til að hrósa IKEA fyrir að ganga nú fram á völlinn og benda kollegum sínum í verslunarrekstri á hið augljósa, að láta neytendur njóta góðs af lækkunum á innkaupsverði hvort sem það er vegna gengisþróunar eða annarra ytri aðstæðna sem lækka vöruverð og koma þeim þannig til hagsbóta.
 
Erna Bjarnadóttir,
hagfræðingur og forstöðumaður félagssviðs Bændasamtaka Íslands

Skylt efni: verðlag

Hvað er Gvendardagur?
Lesendarýni 14. mars 2025

Hvað er Gvendardagur?

Á liðnum árum og áratugum hafa slæðst inn í dagatal okkar dagar sem bera hin ýms...

Tækifæri í kolefnisjöfnun
Lesendarýni 13. mars 2025

Tækifæri í kolefnisjöfnun

Undanfarin ár hefur verið nokkur umræða um kolefnisjöfnun sem loftslagsaðgerð. B...

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar
Lesendarýni 13. mars 2025

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar

Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í na...

Áhættumat erfðablöndunar – hvað næst?
Lesendarýni 12. mars 2025

Áhættumat erfðablöndunar – hvað næst?

Í þessari grein er fjallað um blöndun á eldislaxi við villtan lax sem gerist þeg...

Kýrlaus varla bjargast bær
Lesendarýni 12. mars 2025

Kýrlaus varla bjargast bær

Í síðasta Bændablaði birtu Baldur Helgi Benjamínsson og Jón Viðar Jónmundsson ág...

Um áveitur og endurheimt mýra
Lesendarýni 11. mars 2025

Um áveitur og endurheimt mýra

Nýverið gekk ég yfir götuna á Hvanneyri og heimsótti Bjarna Guðmundsson, fyrrver...

Heilbrigð umgjörð um íslenskan landbúnað
Lesendarýni 10. mars 2025

Heilbrigð umgjörð um íslenskan landbúnað

Fyrsta kjördæmavika á nýju kjörtímabili er nýliðin. Við í Viðreisn ákváðum að ha...

Nýir orkugjafar og hagkvæmni
Lesendarýni 28. febrúar 2025

Nýir orkugjafar og hagkvæmni

Í fyrri grein undirritaðs í blaðinu frá 19. des. sl. „Loftslagsmál og orka“ er f...