Niðurskurðargapuxarnir
Eins og meðfylgjandi grein í Nýjum félagsritum frá 1885 ber með sér hafa verið uppi um aldir deilur um hvort skera skuli niður og útrýma þannig sjúkdómum sem upp koma enn og aftur.
Hvað hefur niðurskurður á heilbrigðu fé skilið eftir sig annað en skömmina og skaðann? Niðurskurðargapuxarnir með stjórnvöld að baki sér hafa verið og eru þjóðarböl. Löngu er vitað að til er fé sem ekki fær riðuveiki og menn með glögga sýn yfir sínar hjarðir hafa sýnt að ræktun skilar sér gagnvart riðuveikinni. Sú skömm og niðurlæging sem á niðurskurðargapuxunum hvílir skal fylgja þeim út yfir gröf og dauða. Enda verður sá skaði sem þeir hafa valdið best bættur með því að minnast þeirra eins og þeir eiga skilið. Betur að þeir hefðu aldrei fæðst. Þessi hjálagða grein eftir Jón Sigurðsson forseta á við enn í dag og mætti birta hana í hverju Bændablaði hér eftir.