Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Reikult vörumerki
Lesendarýni 22. janúar 2016

Reikult vörumerki

Höfundur: Andrés Arnalds
Nýverið tók Markaðsráð kindakjöts í notkun nýtt vörumerki til að nota við sókn á erlenda markaði. Það er nett og áferðarfallegt en samt meingallað. 
 
Það eru orðin „roaming free since 874“ sem því veldur. Þau eru alvarlega á skjön við grundvallarsjónarmið sjálfbærrar landnýtingar og verður fjallað um nokkur þeirra hér á eftir. 
 
Flækingarnir
 
Hvað táknar orðasambandið „Roaming free“ sem samtök sauðfjárbænda hafa kosið sér sem einkennistákn greinarinnar? Eitt og sér  felur orðið „roaming“ í sér að ráfa, þvælast, vafra og ferðast án tiltekins tilgangs eða í ákveðna stefnu.  Flækingarnir höfðu ákveðinn sjarma, en þó ekki þann sem nútímaleg búgrein vill kenna sig við.
 
Ef við skoðum orðasambandið „Roaming free“ og bætum við „sheep“ þá birtast einkum  tvær táknmyndir sem báðar falla illa að  þeirri gæðavöru sem ætlunin er að markaðssetja m.a. á grundvelli sjálfbærni. Annars vegar villifé en hins vegar ágangsvandamál. Mynd úr bresku riti sem fylgir þessari grein er táknræn fyrir óþol fólks gagnvart því að féð gangi ekki einvörðungu þar sem því er heimilt að vera. Þar er fjallað um ágang sem umhverfisvandamál, öryggismál og vegamál; allt kunnuglegt hér á landi.
http://www.gloucestercitizen.co.uk/Sheep-posing-public-danger-Forest-Dean/story-15106977-detail/story.html
 
Sjálfbærni eða örlagasaga gróðurs 
 
Í viðtali við   framkvæmdastjóra markaðsráðs kindakjöts,  „Á þrösk­uldi mikilla tækifæra“, í fréttum RÚV þann 3. janúar 2015 kom fram að þetta sérstaka vörumerki verði notað til að merkja kindakjöt til „að endurspegla sjálfbærni vörunnar allt frá landnámi“.
 
Búfjárbeit hefur afgerandi áhrif á ástand lands, bæði hér á landi og alþjóðlega. Allt frá landnámi hefur sauðfjárbeit verið beinn orsakavaldur í eyðingu gróðurs og jarðvegs, í samspili við óblítt veðurfar og tíð eldgos. Oft var beitin harkaleg og gekk vetrarbeitin ekki síst nærri gróðri.
Áríðandi er að öll  framleiðsla búvara sé stunduð með sjálfbærum hætti. Því fer víðs fjarri að beitarhættir fyrri alda henti ábyrgri sölumennsku kindakjöts á grundvelli sjálfbærni og nútímalegra búskaparhátta. 
 
Ágangur búfjár
 
Á sama tíma og sauðfjárbændur vilja leggja áherslu á að framleiðslan byggist aðeins að hluta til á húsvist, þá er varasamt að gefa til kynna  að sauðfjárstofninn sé hálfgert villifé. Þær „frjálslegu“ reglur sem hér gilda um vörslu sauðfjár gætu raunar reynst sauðfjárbændum afar skeinuhættar í framíðinni. 
 
Lausaganga er þegar búfé getur gengið í annars land í óleyfi og sama gæti einnig gilt um ósjálfbæra beit á illa farið land. Íslensk lög skylda ekki eigendur sauðfjár til að koma í veg fyrir lausagöngu. Slíkt er mjög sérstakt og á sér nær engar hliðstæður í öðrum löndum. Lög sem heimila í raun landnot búfjáreigenda á annars landi og í óþökk landeigandans eru andhverfa við þau sjónarmið stjórnarskrárinnar að eignarrétturinn sé heilagur. Þau veita ekki það réttaröryggi sem gildir á öðrum sviðum íslenskra laga. Vörumerki sem byggir á því að féð geti „ráfað um“ á því illa við.
 
Sjálfbær landnýting – sóknarfæri
 
Hnignun landkosta víða um lönd ógnar velferð jarðarbúa. Alþjóðleg umræða um stöðvun gróður-jarðvegseyðingar og leiðir til að endurreisa vistkerfi fer sívaxandi. Því er það sterkt í markaðssetningu að geta vísað til þess að framleiðslan skaði hvorki land né hindri nauðsynlega framför vistkerfa og að land sé ekki beitt í óþökk eigenda. Brýnt er að hugtakið sjálfbær landnýting sé þar ætíð notað með trúverðugum hætti, ella getur slíkt söluátak snúist upp í andhverfu sína til mikils skaða fyrir bændur. 
 
 Í því ljósi fagna ég hvatningu formanns Bændasamtakanna í nýlegu viðtali í Bændablaðinu: „Sjálfbær landnýting er ein af meginforsendum við nýtingu þeirrar auðlindar sem búfjárbeitin er. Svo má ekki gleyma þeim sóknarfærum sauðfjárræktarinnar sem liggja í sjálfbærri landnýtingu þegar kemur að markaðssetningu afurðanna og því mikilvægt fyrir okkur að sýna fram á að við séum ekki að ganga á landið.“ 
 
Nokkur vinna virðist enn eftir til að skýra betur viðmið og vinnuferla þannig að um þessi sjálfbærnimarkmið sauðfjárræktarinnar ríki fullkomin sátt. Ég hef unnið það lengi með sauðfjárbændum að ég treysti því að þeim auðnist að laga þá vankanta sem nú hindra almenna markaðssetningu afurðanna á grundvelli sjálfbærra framleiðsluhátta. 

2 myndir:

Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...