Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Villigötur í umræðu um loftslagsmál
Lesendarýni 19. júlí 2022

Villigötur í umræðu um loftslagsmál

Höfundur: Þóroddur Sveinsson, jarðræktarfræðingur og deildarforseti við LbhÍ.

Í Bændablaðinu 23. júní s.l. er birt grein eftir Árna Bragasonar landgræðslustjóra undir yfirskriftinni „Loftslagsmál: Umræða á villigötum“.

Þó svo virðist sem tilgangur greinarinnar sé að gera athuga­ semdir við mistúlkanir á rann­ sóknaniðurstöðum sem tengjast loftslagsmálum, er megininntak hennar að gera lítið úr niðurstöðum rannsóknar sem birtar voru í Riti LbhÍ nr. 149, „Langtímatap kolefnis í framræstu ræktarlandi“. Þar sem undirritaður ber ábyrgð á téðri rannsókn þykir mér rétt að bregðast hér við og benda á villur sem landgræðslustjóri fer með í greininni.

Rétt er að benda á að megin­ markmið rannsóknarinnar, „var að efla vísindalega þekkingu á langtíma kolefnislosun í framræstu ræktarlandi á Íslandi“. Beitt var nýrri aðferð til að mæla þessi áhrif sem kölluð hefur verið gjóskulagaaðferðin. Í raun var þó fyrsta spurningin sem þurfti að svara hvort aðferðin væri nothæf til að meta breytingar á kolefnisforða jarðvegs af völdum framræslu. Niðurstaða höfunda var þessi:

„Gjóskulagaaðferðin er góð leið til að meta heildarlosun kolefnis í framræstu votlendi þar sem hægt er að beita henni og ef gerðar verða endurbætur á verklagi byggðar á reynslu þessa verkefnis.“

Rannsóknin er innlegg í þróun nýrrar aðferðar til að áætla losun kolefnis í framræstu landi. Gjóskulagaaðferðin er tiltölulega einföld í framkvæmd og sem á að geta mælt nokkuð nákvæmlega breytingar á kolefnisforða jarðvegs af völdum framræslu og ræktunar með því að bera saman það land við óraskað votlendi sömu gerðar og af sama svæði. Gasflæðimælingaaðferðir sem Landgræðslan notar eru mun flóknari í framkvæmd og þær mæla ekki beint breytingar á kolefnisforða jarðvegs aftur í tímann. Þær mæla einungis kolefnislosun vegna öndunar á ákveðnum stað og tíma á meðan mælingin fer fram sem eru yfirleitt ekki nema nokkrar mínútur í hvert skipti. Aðferðin greinir heldur ekki á milli kolefnis sem á uppruna sinn úr jarðvegsforða fyrir framræslu eða úr skammtímaforða sem verður til eftir framræslu sem eru mest plöntuleifar sem verða til við ræktun og eru aðgengilegustu orkugjafar jarðvegslífvera.

Upphaflega var ætlunin að rannsaka fjögur svæði. Það tókst hins vegar einungis að rannsaka tvö svæði vegna tímaskorts og ýmsum öðrum ástæðum sem lýst er í skýrslunni.

Svæðin tvö (Kýrholt og Hegranes) eru að mörgu leyti svipuð hvað varðar veðurfar en það eru einungis um 10 km á milli svæðanna. Einnig er jarðvegsgerð, sýrustig og jarðvegsdýpt svipuð sem og landnýting sem byggir mest á túnrækt en endurræktun og áburðargjöf hefur þó verið meiri í Hegranesinu. Marktækur munur var hins vegar á milli svæðanna á kolefnisinnihaldi, rúmþyngd og glæðitapi jarðvegs í votlendinu. Mikill munur á kolefnistapi var á milli þessara svæða og var það fimmfalt meira á kol­ efnisríkara svæðinu þó ekki sé hægt að fullyrða um orsakasam­ hengi þar á milli. Votlendið var flokkað af fagmanni í vistgerðarflokka Náttúrufræði­ stofnunar Íslands og það var mat höfunda að framræsta landið á stöðunum tveimur hafi upphaflega verið sömu gerðar og samanburðarvotlendið.

Það er rétt að nokkur óvissa ríkti um nákvæma jarðvegsþykkt í framræsta landinu og í einni mæliholunni var jarðvegsdýptin meiri en í óraskaða votlendinu sem við töldum ótrúverðugt. Niðurstaðan var að nota ekki þessa mæliholu þegar við mátum meðaldýpt niður á gjóskulagið. Vegna þessarar óvissu gerðum við næmnigreiningu sem mat áhrif jarðvegsdýptar á kolefnisforðann ofan gjóskulagsins. Niðurstöðum er lýst í sérstökum kafla í skýrslunni. Að auki er sérstakur kafli með tillögum um endurbætur á gjóskulagaaðferðinni byggðar á reynslu rannsóknarinnar og sem á að koma í veg fyrir eða minnka skekkju og óvissu í mælingum.

Landgræðslustjóri telur útilokað „að draga einhverjar ályktanir af þessum niðurstöðum sem væri hægt að nýta til að áætla núverandi loftslagsáhrif vegna ræktunar“ og „Niðurstöður rannsóknarinnar og ályktanir byggðar á þeim eru því vafasamar, í besta falli.“

Þessum fullyrðingum er ég ósammála enda eru þær byggðar á misskilningi.

Ályktanir höfunda skýrslunnar byggja á niðurstöðum rann­ sóknarinnar og fyrirliggjandi þekkingu á jarðvegi og jarðrækt sem eru traustar og rétt að rifja þær upp hér:

„Til að kortleggja sem næst raunverulega langtíma kolefnislosun í framræstu ræktarlandi á Íslandi þarf að gera átak í að mæla hana skipulega sem víðast og gjóskulagaaðferðin er gott tæki til þess þar sem nothæf gjóskulög finnast.“

„Losunartölurnar sem hér birtast eru lágar og benda til þess að losun af framræstu ræktarlandi á Íslandi geti verið ofmetin sé miðað við staðla IPCC. Nauðsynlegt er að halda áfram rannsóknum á kolefnislosun íslensks ræktarlands.“

Höfundar vöruðu jafnframt við því að draga of víðtækar ályktanir af niðurstöðunum þó að á þessum tveimur svæðum hafi mælst mun minni meðal kolefnislosun en gert er ráð fyrir í loftslagsbókhaldi Íslands í dag.

Öflug innlend matvælaframleiðsla
Lesendarýni 22. nóvember 2024

Öflug innlend matvælaframleiðsla

Kosningar í lok þessa mánaðar munu ekki einungis skera úr um hverjir sitja á Alþ...

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...