Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Yara vinnur náið með bændasamfélaginu til að draga úr umhverfisáhrifum landbúnaðar.
Yara vinnur náið með bændasamfélaginu til að draga úr umhverfisáhrifum landbúnaðar.
Lesendarýni 18. janúar 2016

Yara staðfestir skuldbindingu til að draga úr losun frá landbúnaði

Höfundur: Ole Stampe og Anders Rognlien
Bændablaðið vakti athygli á áskorun um losun gróðurhúsalofttegunda í matvælaframleiðslu í grein þann 17. desember.
 
Fjórðungur allrar losunar gróðurhúsalofttegunda kemur frá landbúnaði og allt að tveir þriðju af allri losun nituroxíðs (N2O) kemur frá landbúnaði. Góðu fréttirnar eru að miklir möguleikar eru á að draga úr losun með bættum búskaparháttum. Lykillinn að þessu verður aukning á notkun köfnunarefnis á skilvirkan hátt í landbúnaði, samkvæmt skýrslunni „Dregið úr N2O“ frá SÞ. 
 
 
Hjá Yara styðjum við aukið gegnsæi gagnvart losun gróðurhúsalofttegunda í allri virðiskeðju matvæla, til að reyna að mæta kröfu um að fæða vaxandi fólksfjölda í heiminum án þess að stuðla að hlýnun jarðar.  Yara tilkynnir um losun samkvæmt gildissviði 1, sem er skilgreint í verkefni varðandi kolefni, sem er bein losun frá eigin verksmiðjum okkar. Þar til nýlega var þessi losun að mestum hluta losun sem tengist áburði. Yara hefur með rannsóknar- og þróunardeild innanhúss þróað N2O-hvatatækni, sem tókst að draga úr þessari losun um yfir 50 prósent síðastliðinn áratug. Frá sjónarhóli lífsferilsmats kemur helsta losun frá áburði núorðið úr notkun í umhverfinu. 
 
Því vinnur Yara náið með bændasamfélaginu til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum landbúnaðar. Þetta felur í sér fjölda vettvangsprófana, bæði á eigin vegum og í samvinnu við bændur og samstarfsaðila, sem miða að hámarksuppskeru með minni umhverfisáhrifum.  Þetta snýst allt um að fá meiri uppskeru á hvern dropa af vatni, á hvern hektara lands og fyrir hvert kíló af áburði – í stuttu máli að rækta meira með minna.
 
Val á áburði ákvarðar kolefnisfótspor frá búskap og gríðarlegur munur er á milli mismunandi tegunda af áburði þegar að framleiðsluaðferðum kemur. Grafið hér að neðan sýnir verulega minni losun frá framleiðslu ammóníumnítrats í áburðarverksmiðjum Yara í samanburði við áburð sem framleiddur er í Rússlandi.  Meginmunurinn er afrakstur markviss starfs innan Yara varðandi orkunýtingu og hreinsibúnaðartækni með N2O-efnahvata sem hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um yfir 50 prósent.
 
Yara er leiðandi á heimsvísu í næringarvörum og -lausnum til ræktunar og þjónar viðskiptavinum og bændum í um 150 löndum um heim allan. Sem leiðandi fyrirtæki í iðnaði tökum við hlutverk okkar og ábyrgð alvarlega og teljum sjálfbæra matvælaframleiðslu og mildun loftslagsbreytinga vera kjarnann í starfsemi okkar. Við erum staðráðin í að halda áfram að draga úr losun frá framleiðslu okkar, en aðeins með samstarfi milli atvinnugreina munum við ná árangri í hröðun þeirra umbreytinga sem þörf er á við baráttu gegn loftslagsbreytingum og tryggja um leið nægan mat fyrir jarðarbúa.
 
Ole Stampe,
aðalviðskiptastjóri,
svæði Norðurlanda,
Yara International ASA.
 
Anders Rognlien,
aðaljarðræktarfræðingur, 
svæði Norðurlanda, 
Yara International ASA.

3 myndir:

Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...