Sauðfé hefur fækkað um rúmlega 3.700 í gegnum aðlögunarsamningana
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um aðlögunarsamninga í sauðfjárrækt. Er þetta í síðasta skiptið sem slíkir samningar eru auglýstir samkvæmt reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt, en þeir voru fyrst auglýstir árið 2019. Á þeim tíma hefur fækkun fjár verið samtals 3.746 vetrarfóðraðar kindur.