Nær auknum virðisauka með framleiðslu á bjúgum og öðru góðgæti úr ærkjöti
Kristín Helga Ármannsdóttir, bóndi á sauðfjárbúinu á Ytra-Hólmi, skammt austan við Akranes, segist vera búin að fikta við fullvinnslu sauðfjárafurða í nokkur ár. Hún var að kynna afurðir sínar í Matarmarkaði Búsins í Hörpu á dögunum ásamt Láru Ottesen þegar tíðindamann Bændablaðsins bar að garði.