Stórmerkilegt álit umboðsmanns
Á vef umboðsmanns Alþingis var nýlega birt mjög áhugavert og vel rökstutt álit hans þar sem túlkun innviðaráðuneytisins, sem birtist í leiðbeiningum frá 2. júní 2021, er hafnað og hún ekki talin samrýmast lögum.
Á vef umboðsmanns Alþingis var nýlega birt mjög áhugavert og vel rökstutt álit hans þar sem túlkun innviðaráðuneytisins, sem birtist í leiðbeiningum frá 2. júní 2021, er hafnað og hún ekki talin samrýmast lögum.
Hugsum okkur að laumað yrði í frumvarp um lögreglumál nýrri örstuttri lagagrein um að nú væri húseigendum loksins heimilt að friða húsin sín. Húseigandi gæti smíðað í kringum húsið sitt mannhelda girðingu, fengið smíðina samþykkta hjá lögreglu bæjarins, árlega um hver jól, og eftir að friðlýsing hússins væri auglýst af viðkomandi sveitarstjórn í St...