Framleiðslan hefur aukist úr fimm þúsund tonnum í tíu
„Við eigum von á að landeldi á Íslandi muni vaxa á næstu árum og sjáum fram á að fullnýta afkastagetu verksmiðjunnar, sem er um 20 þúsund tonn á næstu 5 til 10 árum,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fóðurverksmiðjunnar Laxár, sem staðsett er við Krossanes á Akureyri.