Goðsögnin um fiskát Íslendinga
Í alþjóðlegum samanburði, sem Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) birtir á hverju ári og dreift er um víða veröld, eru Íslendingar sagðir langmestu fiskætur í heiminum. Neyslan á hvern íbúa sé rúm 90 kíló ári. Lauslega áætlað samsvarar það einni fiskmáltíð á dag árið um kring, hvorki meira né minna.