Graslendi, kolefni og loftslag – eru tengsl þar á milli?
Graslendi eða gresjur eru yngstu gróðurbelti jarðar. Elstu minjar (steingervingar) um grösin (Poaceae), sem eru lykilplöntur graslenda, eru einungis um 50 milljón ára gamlar en útbreiðsla graslendis hefst fyrst fyrir um 20 milljónum ára.