Skylt efni

gróður- og jarðvegsauðlindir

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endurnýja. Frjómoldin er aðeins þunn skel á yfirborði jarðar en stendur undir meginhluta matvælaframleiðslu og vistkerfum. Samt sem áður verða svæði sem nema rúmlega stærð Íslands eyðimerkurmyndun að bráð á ári hverju.