Einstakt litaafbrigði alhvítra hesta komið fram í íslenska hrossastofninum
Á haustráðstefnu Fagráðs í fyrra gerði annar höfundur þessarar greinar stuttlega að umræðuefni samsett litmynstur í hrossum. Þetta beindist einkum að samtvinnun litförótts og arfhreins slettuskjótts.