Skylt efni

kar

Kartöflur – besti hlutinn er neðanjarðar
Fréttir 30. apríl 2015

Kartöflur – besti hlutinn er neðanjarðar

Kartöflur eru fjórða mest nýtta planta í heimi og sú af helstu nytjaplöntum veraldar sem Íslendingar þekkja best. Þær eru mest nýttu plöntur í veröldinni sem ekki eru korntegund. Heimsframleiðsla á kartöflum árið 2013 var um 370 milljón tonn og mun það magn aukast jafnt og þétt í framtíðinni. Kartöflur voru fyrst ræktaðar á Íslandi árið 1758.