Drykkur með slæma samvisku
Romm er brennt vín unnið úr gerjuðum melassa og sykurreyrssafa. Drykkurinn er upprunninn á eyju austast í Karíbahafi og nátengdur þrælaverslun og þrælahaldi. Flestar tegundir af rommi eru framleiddar á eyjum í Karíbahafi og í Mið-Ameríku. Romm var um tíma viðurkennt sem gjaldmiðill á pari við gull.