Snýst um milljarða dollara fyrir bandarískan nautakjötsútflutning
Bandarísk stjórnvöld reyna nú að opna fyrir sölu á nautakjöti til Kína eftir innflutningsbann sem sett var á þar í landi í kjölfar kúariðu sem kom upp á búum í Evrópu og Bandaríkjunum 2003. Bandaríkjamenn svöruðu því með banni á innflutningi á kjúklingum frá Kína.