Skjóða slær Íslandsmet
Nythæsta kýr landsins árið 2023 var Skjóða frá Hnjúki í Vatnsdal. Hún skilaði 14.762 lítrum mjólkur á liðnu ári, sem eru mestu ársafurðir sem mælst hafa úr íslenskri kú.
Nythæsta kýr landsins árið 2023 var Skjóða frá Hnjúki í Vatnsdal. Hún skilaði 14.762 lítrum mjólkur á liðnu ári, sem eru mestu ársafurðir sem mælst hafa úr íslenskri kú.
Nythæsta kýrin á landinu árið 2020 var Smuga 1464861-0465 í Ytri-Hofdölum í Viðvíkursveit í Skagafirði. Hún mjólkaði 14.565 kg með 4,89% fitu og 3,34% próteini að því er fram kemur í skýrsluhaldi Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, RML.
Á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins hafa verið birtar niðurstöður úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar fyrir marsmánuð. Þar er að auki birt yfirlit yfir skýrsluhaldið á síðustu 12 mánuðum. Meðalnytin á því tímabili var mest á Hurðarbaksbúinu, á Hurðarbaki í Flóa, þar sem meðalárskýrin mjólkaði 9.066 kg.
Það er með ólíkindum hvað íslensku kýrnar geta verið afkastamiklar í framleiðslu á mjólk þrátt fyrir smæð sína.